Kraftur - 2023, Blaðsíða 28

Kraftur - 2023, Blaðsíða 28
Kraftur Fögnum nýju & kraftmiklu starfsfólki Aðalheiður Dögg Finnsdóttir, alltaf kölluð Heiða, er viðburðar- og fjáröflunarfulltrúi Krafts. Hún sér um vefverslun félagsins, vöruþróun og framleiðslu, perluviðburði og margt fleira. Aðalheiður hefur mikla reynslu úr félags- og menningargeiranum. Hún var áður framkvæmdastjóri Myndstefs, höfundaréttarsamtök sjónlistamanna, og útgáfu- og viðburðar stjóri Stockfish kvikmynda hátíðar- innar. Eitt af helstu áhugamálum Heiðu er að ferðast, tala erlend tungumál og hundar, en hundurinn hennar Indriði þykir henni bestur. Ef það er eitthvað sem hún þolir ekki þá er það óheiðarleiki og rok, og móttó-ið hennar er: „Allt hefst með góðu skipulagi.“ „Eftir að hafa verið aðstandandi nákomins fjölskyldu meðlims sem gekk í gegnum krabba- meins meðferð veit ég hversu mikilvægt það er að hlúa að krabba meinsgreindu fólki og öllum aðstandendum, og þar kemur félag eins og Kraftur sterkt inn. Mér finnst mikilvægt að hafa raunveruleg áhrif og hjálpa fólki í starfi mínu. Ég vona að ég sé að gera það vel hjá Krafti,“ segir Heiða. Umfjöllun B ls .2 8 Þórunn Hilda Jónasdóttir, Tótla, er markaðs- og kynningarfulltrúi Krafts. Eins og titillinn gefur til kynna annast hún markaðs- og kynningarmál félagsins og sér til þess að halda vefnum okkar og samfélags miðlum lifandi ásamt því að svara fyrir spurnum, senda afmæliskort, vera í sam- skiptum við hina og þessa og allt hitt sem til fellur í starfsemi félagsins. Tótla hefur verið viðburðastjóri í markaðs deild Háskólans í Reykjavík, markaðs - stjóri hjá KR og framkvæmda stjóri Lífs styrktar- félags fyrir kvennadeild LSH. Móttó-ið hennar er: „Það á að vera gaman því annars er bara leiðinlegt” og helsta áhugamál er að kúra upp í rúmi með kettinum Nölu að horfa á Dr. Martin eða skoða heilsu samlegar uppskriftir sem hún býr svo aldrei til. Ef það er eitthvað sem hún þolir ekki þá er það að ákveða hvað á að vera í matinn. „Ég hef verið viðloðandi góðgerða geirann í fjölda ára og alltaf fylgst vel með Krafti enda magnað starf sem á sér stað hér. Ég vona bara að ég geti sett mitt mark á félagið og viðhaldið því flugi sem Kraftur er á,“ segir Tótla. Tveir kraftmiklir starfsmenn byrjuðu af krafti hjá félaginu í vetur og hafa svo sannarlega látið mikið til sín taka. Þær eru alltaf með puttann á púlsinum og tilbúnar að leggja sig fram af lífi og sál fyrir félagið og félagsmenn okkar. Kynnumst þeim aðeins. Aðalheiður Dögg Finnsdóttir Þórunn Hilda Jónasdóttir

x

Kraftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.