Kraftur - 2023, Blaðsíða 16
B
ls
.1
6
Signý Vala Sveinsdóttir, yfirlæknir
blóðlækninga á Landspítalanum,
segir mikilvægt að halda í sér-
hæfingu hjúkrunar fræðinga og
annars starfsfólks á legudeild
blóð- og krabbameinslækninga,
11EG. Legudeild blóðlækninga,
11G, og legudeild krabbameins-
lækninga, 11E, voru sameinaðar
í lok árs 2019, rétt áður en Signý
Vala tók við sem yfirlæknir.
Agnes Smáradóttir er yfirlæknir
lyflækninga krabbameina.
Það var því nýbúið að sameina legudeildirnar þegar
Covid-faraldurinn skall á sem Signý Vala segir að
hafi gert sameiningu deildanna erfiðari en ella.
„Það verður að segjast að þetta var krefjandi tími
þegar það var ákveðið að sameina og eins og er
alltaf með svona stórar breytingar þá geta þær
valdið ákveðnum óróleika. Þetta var þó nokkuð
ferli, ekki bara starfsfólksins vegna heldur var
ráðist í ýmsar breytingar og umbætur á deildinni.
Síðan skellur Covid á þarna rétt eftir upphaf
sameiningarinnar þannig að þessi félagslegi þáttur
sem þurfti svo mikið að passa upp á og styðja við
í kjölfarið, var mun erfiðari en ella. En með mikilli
samstöðu allra og frábærum deildarstjóra, Rögnu
Gústafsdóttur, var allt kapp lagt í að sjá til þess
að þjónustan við sjúklingana yrði ekkert öðruvísi
og mikil áhersla lögð á að auka gæði hennar og
tryggja sem best öryggi okkar skjólstæðinga. En
því er ekki að neita að Covid seinkaði ferlinu að þó
nokkru leyti,“ segir Signý Vala.
Ýmsar ástæður voru fyrir því að sameina annars
vegar krabbameinsdeildina og hins vegar blóð-
lækninga deildina, meðal annars hagræðing en
fyrst og fremst að útbúa eina öfluga legudeild sem
sinnir sjúklingum með illkynja sjúkdóma. Þrátt
fyrir að um ólíkar sérgreinar í læknisfræðinni sé að
ræða þá eiga þær margt sameiginlegt.
Krabbameinsteymið og blóðteymið
Signý Vala útskýrir að blóðmegin á deildinni,
vængnum sem kallast 11G, séu blóðkrabbameinin;
hvítblæði, bráðahvítblæði, eitlakrabbamein og
mergæxli en líka góðkynja sjúkdómar í blóði og/
eða beinmerg sem þarfnast sérhæfðra rannsókna
og/eða meðferðar. Krabbameinsmegin, á væng
11E, eru síðan öll önnur krabbamein en engir
góðkynja sjúkdómar.
Viðtal - Sunna Kristín Hilmarsdóttir
B
ls
.1
6 Helsta
áskorunin
að halda í
sérhæfinguna
á sameinaðri
deild
Kraftur