Úrval - 01.06.1944, Blaðsíða 25

Úrval - 01.06.1944, Blaðsíða 25
SAMKVÆMT ÁÆTLUN 23 Hopgood, sem verið hafði með mér í heilt ár og flogið með mér í 40 árásarleiðangra, og sagði: „Hoppy, í nótt á það að ske. Á morgum skulum við drekka okkur ærlega fulla.“ Ég vissi ekki þá, að ég mundi aldrei sjá Hoppy framar. Svo hvarf hver til sinnar flugvélar, og ein eftir aðra brunuðu þær eftir upplýstri brautinni, hófust á loft og tóku stefnuna á Þýzkaland. Brátt birtist strönd Hollands fram undan, lág og dimm og upp frá henni fálmuðu hvít leitarljósin eins og hvít strik í allar áttir. En við kunnum leið til að forð- ast þessu hvítu strik, og eins og skip, sem þræðir í gegnum tundurduflabelti, smeygðum við okkur á milli þeirra og héld- um áfram til Þýzkalands. Við flugum svo lágt, að oftar en einu sinni varð ég að hækka flugið ögn til að rekast ekki á háspennulínu eða hátt tré. Við komumst ekki allir í gegn. Ein fíugvélin snart öldu- topp, kastaðist upp á við og missti tvo hreyfla. Hún sneri við og komst heim á hinum tveim. Tvær aðrar urðu fyrir loftvarnarskotum, og ég skipaði þeim að snúa við. Ferðin var ekki viðburða- snauð. Loftvarnaliðið í Ruhr- dalnum vissi, að við vorum á leiðinni. Við vorum eina flug- sveitin, sem fór til árása þessa nótt, og í lágkúrulegum varð- stofum sínum fylgdust Þjóð- verjar með ferðum okkar. Þeg- ar við fórum yfir Rín, var skot- ið á okkur frá flekum á fljót- inu. Öðru hvoru lentum við í ljós- rák frá leitarljósi, en við flug- um svo lágt, að oft sluppum við undan þeim með því að fljúga á bak við tré. Einn flugma.nn- anna hægra megin við mig var blindaður af leitarljósi, og flug- vélin hans reis upp á endann eins og fælinn hestur, steyptist síðan áfram og stóð á næsta auga- bragði í björtu báli. Við fórum framhjá Hamm, og þegar við komum yfir næstu hæð, sáum við Möhne-stífluna. Hún var lág og sterkleg og ekki árennileg, þar sem hún gægðist fram í grárri morgunskímunni, Loftvamarskothríðin reis eins og veggur upp frá henni endi- langri, og grænir, gulir og rauð- ir blossarnir endurspegluðust í svörtu vatninu fyrir ofan hana. Ég ávarpaði flugsveitina: „Allt í lagi, piltar. Þið komið til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.