Úrval - 01.06.1957, Side 9

Úrval - 01.06.1957, Side 9
ÓÐUR TIL LÍFSINS ÚRVAL þegar hún var lítil telpa á leiði afa hennar, er nú orðið stórt — og nú flytur Húgó út í graf- reitinn undir grænum skuggum pílviðartrésins. Ástin til hans, milli hans og hennar, ástin til barnanna, sem er útflæði af ást hennar til mannsins, rennur eins og hlýr straumur gegnum allt leikritið. Einu sinni meðan bömin voru lítil kom fyrir atvik, sem nærri reið ást þeirra að fullu: „Þetta er svo andstyggilegt, Húgó! Þú hefðir átt að segja mér þetta sjálfur, í stað þess að láta mig heyra það frá öðrum. Og allan þennan tíma hefurðu líka sofið hjá mér . . . Já, fyrirgefðu að ég segi það, en mér finnst þetta bæði ljótt og vesalmannlegt. Hér bisa ég og basla við að halda öllu gangandi, og svo er það allt tóm blekking og lygi.“ Áhorfandinn spyr í eftirvænt- ingu, hvort öllu sé nú glatað, hvort nokkur leið sé út úr ó- göngunum. Eða er það kannski svo, að allt, sem er heilt hljóti einn góðan veðurdag að brotna ? Nei. Þegar hún liggur í myrkr- inu og bíður eftir manni sín- um, finnur hún ástúð og blíðu streyma um sig og löngun og vilji til að fyrirgefa fer um hana eins og heit bylgja, sem sópar burtu allri gremju. Henni opin- berast skyndilega þau sannindi, að allar tilfinningar breytast, og að enginn fær æ og sí að lifa í sömu grænu skuggum þess gróðurs, sem óx í kringum hann í æsku: „Blöðin visna, fuglarnir fljúga burt og vetur- inn kemur. En það er ekki enn kominn vetur, Húgó. Það er kannski tekið að halla sumri, það sé ég í speglinum. En blöð- in eru enn á trénu og enn geta fuglarnir fundið þar skjól . . . Allir fuglamir þínir, Húgó, hvar em þeir nú? . . . Ég þrái svo vatn, blöðin em vist að því kom- in að visna . . .“ Hann kemur aftur til hennar og þau verða aftur eitt, og það var ekki allt blekking og lygi, þó að hún hefði haldið það rétt sem snöggvast. „Húgó, heyrirðu til mín,“ segir hún við kistuna hans. „Mér finnst við hafa verið svo hamingjusöm saman, dag- arnir hafa liðið með flughraða. Þegar við hittumst fyrst, fannst mér ég hefði þekkt þig alla tíð, og að það væri þessvegna sem ég gæti elskað þig. Það var eins og ég hefði lifað alla bemsku mína til þess eins að hitta þig og vera með þér í skuggunum grænu.“ * Eg fór á fund Finn Methling til þess að fá að vita skoðanir hans sjálfs á leikritinu. Hann situr fyrir framan mig, langur og renglulegur eins og ferming- ardrengur, og getur þess, svona í framhjáhlaupi, að hann hefði fyrst ætlað að verða leikari, en að hann hefði ekki þorað að reyna það vegna þess hve slána- legur hann var í vexti. Það væri ekki fyrr en síðustu árin, að 7
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.