Úrval - 01.06.1957, Side 9
ÓÐUR TIL LÍFSINS
ÚRVAL
þegar hún var lítil telpa á leiði
afa hennar, er nú orðið stórt
— og nú flytur Húgó út í graf-
reitinn undir grænum skuggum
pílviðartrésins.
Ástin til hans, milli hans og
hennar, ástin til barnanna, sem
er útflæði af ást hennar til
mannsins, rennur eins og hlýr
straumur gegnum allt leikritið.
Einu sinni meðan bömin voru
lítil kom fyrir atvik, sem nærri
reið ást þeirra að fullu: „Þetta
er svo andstyggilegt, Húgó! Þú
hefðir átt að segja mér þetta
sjálfur, í stað þess að láta mig
heyra það frá öðrum. Og allan
þennan tíma hefurðu líka sofið
hjá mér . . . Já, fyrirgefðu að
ég segi það, en mér finnst þetta
bæði ljótt og vesalmannlegt. Hér
bisa ég og basla við að halda
öllu gangandi, og svo er það
allt tóm blekking og lygi.“
Áhorfandinn spyr í eftirvænt-
ingu, hvort öllu sé nú glatað,
hvort nokkur leið sé út úr ó-
göngunum. Eða er það kannski
svo, að allt, sem er heilt hljóti
einn góðan veðurdag að brotna ?
Nei. Þegar hún liggur í myrkr-
inu og bíður eftir manni sín-
um, finnur hún ástúð og blíðu
streyma um sig og löngun og
vilji til að fyrirgefa fer um hana
eins og heit bylgja, sem sópar
burtu allri gremju. Henni opin-
berast skyndilega þau sannindi,
að allar tilfinningar breytast,
og að enginn fær æ og sí að
lifa í sömu grænu skuggum
þess gróðurs, sem óx í kringum
hann í æsku: „Blöðin visna,
fuglarnir fljúga burt og vetur-
inn kemur. En það er ekki enn
kominn vetur, Húgó. Það er
kannski tekið að halla sumri,
það sé ég í speglinum. En blöð-
in eru enn á trénu og enn geta
fuglarnir fundið þar skjól . . .
Allir fuglamir þínir, Húgó, hvar
em þeir nú? . . . Ég þrái svo
vatn, blöðin em vist að því kom-
in að visna . . .“
Hann kemur aftur til hennar
og þau verða aftur eitt, og það
var ekki allt blekking og lygi,
þó að hún hefði haldið það rétt
sem snöggvast. „Húgó, heyrirðu
til mín,“ segir hún við kistuna
hans. „Mér finnst við hafa verið
svo hamingjusöm saman, dag-
arnir hafa liðið með flughraða.
Þegar við hittumst fyrst, fannst
mér ég hefði þekkt þig alla tíð,
og að það væri þessvegna sem
ég gæti elskað þig. Það var eins
og ég hefði lifað alla bemsku
mína til þess eins að hitta þig
og vera með þér í skuggunum
grænu.“
*
Eg fór á fund Finn Methling
til þess að fá að vita skoðanir
hans sjálfs á leikritinu. Hann
situr fyrir framan mig, langur
og renglulegur eins og ferming-
ardrengur, og getur þess, svona
í framhjáhlaupi, að hann hefði
fyrst ætlað að verða leikari, en
að hann hefði ekki þorað að
reyna það vegna þess hve slána-
legur hann var í vexti. Það væri
ekki fyrr en síðustu árin, að
7