Úrval - 01.06.1957, Blaðsíða 37
HOLLENZKI KISINN I HEIMI RAFTÆKNINNAR
tJRVAL
sem læknar nota til að lýsa inn-
an og skoða maga, blöðru og
önnur innyfli manna. Til þeirra
stærstu teljast lampar í vita.
Þeim Philipsbræðrurn var
Ijóst, að rannsóknir og tilraunir
væru undirstaðan að vexti og
viðgangi verksmiðjanna, og ár-
ið 1914 reistu þeir eina af
fyrstu rannsóknarstöðvum í
þágu iðnaðar, sem reistar voru.
Þar vinna nú 1500 manns.
Fjöldi nýrra framleiðsluvara og
tækja, sem komið hafa frá verk-
smiðjunum urðu fyrst til í rann-
sóknarstöðinni.
Philips voru með þeim fyrstu
til að framleiða hina gulu nat-
ríumgufu-lampa, sem notaðir
eru til lýsingar á þjóðvegum,
og í rannsóknarstöð þeirra varð
til háþrýsti kvikasilfurslamp-
inn, sem gefur bjartara ljós
(stöðuga birtu) en nokkur ann-
ar Ijósgjafi gerður af manna
höndum. Lampi sem ekki er
stærri en sígaretta, getur sent
frá sér nógu bjartan geisla til
þess að hægt sé að lesa í blaði
við hann í tíu km fjarlægð.
Merkilegasta framleiðsla
Philips er ef til vill sérstök teg-
und keramiks, er hefur sömu
segulmagnseiginleika og járn, en
leiðir ekki rafmagn. Það er not-
að í útvarpstæki, sjónvarpstæki,
heyrnartæki og grammófóna,
og er ásamt transistornum talin
merkasta framförin í rafeinda-
fræði á undanförnum árum.
Tilraunastarfsemi verksmiðj-
anna hefur leitt til þess að þær
hafa í framleiðslu sinni leiðzt
inn á ýmsar brautir, sem virð-
ast eiga lítið skylt við raftækja-
framleiðslu. Þegar hollenzkar
plastverksmiðjur gátu ekki
framleitt allt það plast sem
Philipsverksmiðjurnar þurftu í
útvarpstæki sín, hófu þær sjálf-
ar framleiðslu á plasti og byrj-
uðu, eins og þeirra var vandi, á
öflugri tilraunastarfsemi. Út úr
þeim tilraunum fékkst plast,
sem reyndist hið ákjósanleg-
asta efni í grammófónplötur —
og sjá! Philips hóf framleiðslu
á grammófónplötum.
Eins fór þegar rannsóknir
þeirra á útfjólubláu ljósi leiddu
í ljós, að þegar sérstök fitu-
kennd efni eru geisluð með því,
breytast þau í D-vítamín:
Philips hófu framleiðslu á D-
vítamini á þennan hátt og
komst brátt í tölu stærstu
framleiðenda heims. Síðan kom
framleiðsla annarra vítamína,
þá hormóna og bóluefna.
Manneldisrannsóknir leiddu
til rannsókna á eldi dýra, og
árangur þeirra rannsókna varð
sá, að Philips hóf framleiðslu
f jölmargra efna til að eyoa skor-
dýrum, sveppum og illgresi.
Hvað á slíkt skylt við rafmagns-
iðnað? Um það segir vísinda-
rnaður í þjónustu Philips: ,,I
vanyrktum löndum er hefting
meindýra og illgresis frumskil-
yrði bættrar afkomu. Ef við get-
um stuðlað að aukinni velmeg-
un einhvers lands, er von til
85