Úrval - 01.06.1957, Blaðsíða 78
ÚEVAL
efni, sem vakti athygli Langt út
fyrir raðir kjötiðnaðarmanna og
siátrara.
Lífið og sálin í fyrirtækinu
var gagnrýnandinn Desmond
Rohan-Dermot, bókmenntalegur
fagurkeri með beittan penna og
vel að sér í frönskum og ítölsk-
um bókmenntum á 18. öld, en
ekki að sama skapi afkasta-
maður. Fyi’r en nú, að hann
sýncli í þjónustu hins endur-
reista vikublaðs óvænta hug-
kvæmni og áhuga. Hann átti
uppástunguna að hinum nýja
undirtitii blaðsins, „vikublað
fyrir óánægða". Hugsunin á bak
við hann var þessi: litlu blöðin
lúta óumflýjanlega í lægra haldi
I samkeppninni við hin fjár-
sterku stórblöð, sem að sínu
leyti verða meinlaus eins og
fannskorinn rakki vegna þess
hve þau hafa í mörg horn að
líta. Þegar taka þarf tillit til
trúarskoðana 100.000 lesenda og
pólitískra fordóma annarra
100.000; þegar taka þarf tillit
tii gyðinga og kaþólikka, án
þess jafnframt að móðga mót-
mæiendur og gyðingahatara;
þegar bindindissamtökin verða
að fá sitt, án jsess þó að jafn-
góðir auglýsendur og ölgerð-
irnar móðgist; þegar þjóðin
skiptist í innbyrðis stríðandi
hópa, er helzt verður að sam-
eina sem kaupendur — hvað er
þá eftir til birtingar annað en
innantómt máiæði, skopteikn-
ingar og fáklætt kvenfólk?
En í hópi hinnar sérlunduðu
SAMKEPPNI UM HÚS OG BRÚÐI
ensku þjóðar eru enn til nógu
margir óflokksbundnir kverúl-
antar til þess að tryggja gengi
blaðs, sem er sókndjarft og
heggur jafnt á báða bóga, svo
að engum finnist hann afskipt-
ur.
Rohan-Dermot sló tvær flug-
ur í einu höggi. Hann útvegaði
blaði sínu gott efni og hann
fékk það ókeypis. Hann fékk
endurgja'ldslaust efni frá ýms-
um hæstlaunuðu pennum Eng-
lands, því að sú skoðun hans
reyndist rétt, að flestir þeirra
hefðu í fórum sínum að minnsta
kosti eina grein, sem skrifuð
væri af fullri hreinskilni — og
sem þeir hefðu hvergi getað
komið að.
Peter gamli Smith, sem í
hálfa ölcl hafði á ári hverju
sent frá sér einn notalegan
eldhúsróman löndum sínum til
afþreyingar, hafði, líklega fyrir
einhver elliglöp, skrifað mergj-
aða smásögu um ástir og á-
stríður. Umboðsmanni hans of-
bauð bersöglin og aftók með
öllu að hún yrði birt. Þessa
sögu fengu „Sláturtíðindi" og
hún vakti mikið umtal. Bóksali
í Shropshire var di-eginn fyrir
dóm, ákærður fyrir að hafa
stuðlað að útbreiðslu klámrits.
Innibyrgð gremja hjá mörg-
um rithöfundum hafði fengið
útrás í hatursfullum árásum á
vini og starfsbræður. Rohan-
Dermot töfraði þessi handrit
upp úr skrifborðsskúffum og
kom þeim á prent, og árangur-
•7«