Úrval - 01.06.1957, Blaðsíða 45
OFURKAPPI Á FLUGI
TJRVAL
lögðu Santos að hefja flug sitt
frá hinum enda sléttunnar, þar
sem vindsins nyti við. En Santos
aftók það. Hann leit upp í skær-
bláan himininn og klifraði síðan
upp í körfuna. Það var gefið
eftir á festunum og aflangur
belgurinn lyfti sér frá jörðu.
Santos-Dumont I steig hratt
með stefnu skáhallt í vindinn.
Loftbelgjasérfræðingamir supu
hveljur, sannfærðir um að vind-
urinn mundi hrekja loftfarið á
trén. En það fór eins og SantoS
hafði spáð: loftfarið sneri sér
upp í vindinn og lyfti sér á hon-
um. Hópurinn laust upp fagn-
aðarópi. Loftbelgir bárust alítaf
með vindi. Nú, í fyrsta skipti,
hafði vélknúið loftfari flogið
móti vindinum!
Santos stóð við stýrið með
eldrautt, flagsandi hálsbindið
og beygði sitt á hvað. Svo tók
hann tvo sandpoka og setti þá
fyrir framan sig og loftfarið
tók stefnu niður á við. Þá færði
hann pokana aftur fyrir sig, og
loftfarið hækkaði flugið. Hann
varð sem ölvaður af því valdi,
sem hann hafði náð yfir loftinu,
og hækkaði nú flugið upp í 1300
feta hæð og tók stefnuna þvert
yfir París í áttina til Bologne-
skógar.
Jafnvel áður en hinn ungi
Brasilíumaður fór í fyrstu flug-
ferð sína með Santos-Dumont
I hafði hann heillað Parísar-
búa með fífldjörfum uppátækj-
um sínum. Þegar hann var átj-
án ára hafði faðir hans, einn
auðugasti plantekrueigandi í
Brasilíu, fengið honum ávísna-
hefti og sagt: „Farðu til París-
ar, þeirrar borgar sem er hættu-
legust ungum mönnum, og
sýndu að þú getir orðið þar að
manni.“ Santos lét ekki segja
sér það tvisvar; en vinum sín-
um til undrunar leitaði hann á-
huga sínum ekki yndis í veizlu-
sölum eða dyngjum kvenna eins
og þá var títt um unga dándis-
menn. 1 stað þess gerðist hann
áhugasamur um loftbelgjaflug.
Og brátt varð lítill loftbelgur,
sem hann hafði sjálfur gert og
gefið nafnið Brasilía, algeng
sjón yfir þökum Parísar.
En jafnvel þetta hættulega
sport varð brátt of meinlaust
fyrir hinn unga ævintýramann.
Áhugi hans beindist að stýran-
legum loftbelgjum, enda þótt
enginn hefði trú á að hægt væri
að búa til slíka belgi. Og þegar
félagar hans í Loftklúbbnum
(Aéro-Qub) komust að því, að
hann ætlaði að knýja loftskip
sitt með benzínhreyflinum í
bifhjólinu sínu, sögðu þeir ein-
um rómi, að titringurinn frá
hrejrflinum mundi hrista í sund-
ur loftfarið.
En Santos lét ekki segjast.
Dag nokkum í dögun ók hann
ásamt einum vini sínum til af-
skekkts staðar í Bologneskógi,
valdi sér tvö tré með lágum
greinum og hengdi bifhjólið í
greinamar í böndum. Því næst
settist hann í sætið. Ef félagar
hans í Loftklúbbnum hefðu á
43