Úrval - 01.06.1957, Page 45

Úrval - 01.06.1957, Page 45
OFURKAPPI Á FLUGI TJRVAL lögðu Santos að hefja flug sitt frá hinum enda sléttunnar, þar sem vindsins nyti við. En Santos aftók það. Hann leit upp í skær- bláan himininn og klifraði síðan upp í körfuna. Það var gefið eftir á festunum og aflangur belgurinn lyfti sér frá jörðu. Santos-Dumont I steig hratt með stefnu skáhallt í vindinn. Loftbelgjasérfræðingamir supu hveljur, sannfærðir um að vind- urinn mundi hrekja loftfarið á trén. En það fór eins og SantoS hafði spáð: loftfarið sneri sér upp í vindinn og lyfti sér á hon- um. Hópurinn laust upp fagn- aðarópi. Loftbelgir bárust alítaf með vindi. Nú, í fyrsta skipti, hafði vélknúið loftfari flogið móti vindinum! Santos stóð við stýrið með eldrautt, flagsandi hálsbindið og beygði sitt á hvað. Svo tók hann tvo sandpoka og setti þá fyrir framan sig og loftfarið tók stefnu niður á við. Þá færði hann pokana aftur fyrir sig, og loftfarið hækkaði flugið. Hann varð sem ölvaður af því valdi, sem hann hafði náð yfir loftinu, og hækkaði nú flugið upp í 1300 feta hæð og tók stefnuna þvert yfir París í áttina til Bologne- skógar. Jafnvel áður en hinn ungi Brasilíumaður fór í fyrstu flug- ferð sína með Santos-Dumont I hafði hann heillað Parísar- búa með fífldjörfum uppátækj- um sínum. Þegar hann var átj- án ára hafði faðir hans, einn auðugasti plantekrueigandi í Brasilíu, fengið honum ávísna- hefti og sagt: „Farðu til París- ar, þeirrar borgar sem er hættu- legust ungum mönnum, og sýndu að þú getir orðið þar að manni.“ Santos lét ekki segja sér það tvisvar; en vinum sín- um til undrunar leitaði hann á- huga sínum ekki yndis í veizlu- sölum eða dyngjum kvenna eins og þá var títt um unga dándis- menn. 1 stað þess gerðist hann áhugasamur um loftbelgjaflug. Og brátt varð lítill loftbelgur, sem hann hafði sjálfur gert og gefið nafnið Brasilía, algeng sjón yfir þökum Parísar. En jafnvel þetta hættulega sport varð brátt of meinlaust fyrir hinn unga ævintýramann. Áhugi hans beindist að stýran- legum loftbelgjum, enda þótt enginn hefði trú á að hægt væri að búa til slíka belgi. Og þegar félagar hans í Loftklúbbnum (Aéro-Qub) komust að því, að hann ætlaði að knýja loftskip sitt með benzínhreyflinum í bifhjólinu sínu, sögðu þeir ein- um rómi, að titringurinn frá hrejrflinum mundi hrista í sund- ur loftfarið. En Santos lét ekki segjast. Dag nokkum í dögun ók hann ásamt einum vini sínum til af- skekkts staðar í Bologneskógi, valdi sér tvö tré með lágum greinum og hengdi bifhjólið í greinamar í böndum. Því næst settist hann í sætið. Ef félagar hans í Loftklúbbnum hefðu á 43
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.