Úrval - 01.06.1957, Blaðsíða 50
ÚRVAL
og smíði loftfara. Víntegundir
og börn voru skírð í höfuð hon-
um. Mynd af honum skartaði
á þúsundum franskra póst-
korta. En Santos nægði ekki
fengin frægð, áhugi hans beind-
ist nú að gagngerri nýjung í
fluglist: smíði flugfars er væri
þyngra en loftið.
Árið 1904 barst orðrómur frá
Ameríku um hinar lejmilegu
flugtilraunir Wrightbræðra,
sem héldu því fram að þeir
hefðu flogið flugvél í nánd við
Kitty Hawk hinn 17. desember
1903. En sjónarvottar höfðu
verið fáir og aðeins vinir þeirra
bræðra. Af því að allt var mjög
á huldu um þessar amerísku til-
raunir, var það almenn skoðun,
að flug í flugvél þyngri en loftið
hefði enn ekki tekizt.
Tugir áhugamanna í Frakk-
Iandi kepptust um að verða
fyrstir. Loftklúbburinn hét
tvennum verðlaunum: önnur
þeim sem fyrstur yrði að fljúga
25 metra og hin þeim sem fyrst-
ur yrði að fljúga 100 metra.
Sumarið 1906 lét Santos skrá
sig sem keppanda um verðlaun-
in og á nokkrum vikum smíðaði
hann sér næsta torkennilegt
farartæki, sem einna helzt líkt-
ist kassaflugdreka. Vænghaf-
ið var næstum 12 metrar og
bolurinn 10 metrar á lengd.
Flugmaðurinn sat ofan á vængj-
unum og sneri andlitinu að stýr-
inu, því að stýrið átti að vera
á undan á f luginu. 50 ha. benzín-
hreyfill milli vængjanna átti að
OFURKAPPI Á FLUGI
'knýja tveggja blaða skrúfu.
Santos festi flugvél sína neðan
í nýjasta loftfarið sitt, Santos-
Dumont XIV. Meðan hún var
á lofti, prófaði hann jafnvægi
hennar og gerði við stýrið, sem
var hinn veiki hlekkur hennar.
Á miðju sumri var hann byrj-
aður með tilraunir á jörðu, og
13. september var hann reiðubú-
inn að gera fyrstu flugtilraun
sína. Tíðindin spurðust fljótt
meðal áhugamanna, og kl. 7,30
um morguninn höfðu 300 manns
safnazt á döggvotan völlinn.
Santos klifraði upp í flugmanns-
sætið, sem var úr tágum. Hann
gaf skipun og hreyfillinn fór í
gang.
Strigaklædd skrúfan snerist
hratt og klunnaleg vélin, sem
hlotið hafði nafnið Uf-bis,
skokkaði eftir grasinu í áttina
að suðurmörkum vallarins, en
þar lágu félagar úr Loftklúbbn-
um á maganum til þess að sjá
hvort hjólin slepptu jörðu. Ekki
sáu þeir vatna undir þau. Þetta
var klukkan 7.50. Vélinni var
snúið við og önnur tilraun undir-
búin. Vélamenn skoðuðu hreyf-
ilinn. Kl. 8:40 var vélin aftur
tilbúin til flugs. 1 þétta skipti
fór hún með 40 km hraða eftir
vellinum. Santos sneri hjóli og
hæðarstýrið lyftist. í sömu
andrá sáu allir, að lJf-bis lyftist
frá jörðu — eitt fet ... tvö
fet .. þrjú!
Flugið stóð aðeins örfáar sek.
úndur og vegalengdin var aðeins
10—15 metrar. Þótt flugið væri
48