Úrval - 01.06.1957, Blaðsíða 100

Úrval - 01.06.1957, Blaðsíða 100
Crval „MEÐ ÞRAUTSEIGJU SIGRU'M VIÐ" Á fimmta degi siglingarinnar gerði suðvestan storm; stórsegl- ið var fellt og aftursegl sett upp í staðinn. Ekki var talið óhætt að sigla undan veðr- inu; rekakkerið var þá sett út og „James Caird“ sneri stefn- inu móti sjóunum. Þegar báturinn seig niður í öldu- dalina, var engu líkara en komið væri logn, en hátt yfir höfðum mannanna risu hvít- kembdir brotsjóir og þeyttu löðrinu út í náttmyrkrið; mönn- unum datt ekki annað í hug en að báturinn myndi fyllast og sökkva í öldrótinu — en „James Caird“ hélzt á floti. Á sjötta degi urðu bátverjar þess varir, að hreyfingar bátsins voru orðn- ar þunglamalegar, hann reis ekki Iengur gegn öldunni. Við athugun kom í ljós, að þilfarið var þakið svo þykkum klaka, að báturinn var nærri sokkinn. Það var hættulegt verk, að liggja á glerhálu þilfarinu og brjóta klakann með öxum og hnífum. Smámsaman léttist „James Caird“ og mönnum varð aftur hughægra. Shackleton skrifar: „Hugsun okkar snerist aðeins um það, sem nauðsynlegast var í það og það skiptið.“ En eftir storminn og bylinn gerði gott veður með sólskini og þægilegum byr. Segl voru undin upp og bátnum snúið í áttina til Suður-Georgíu; svefn- pokar, treyjur og sokkar var hengt upp í reiðann og klakinn tók að bráðna af þilfarinu. Worsley heppnaðist að taka sól. arhæðina í fyrsta skípti í sex daga. Fuglar flögruðu umhverf- is bátinn og gerðu umhverfið vingjarnlegra. Mennirnir nutu sólskinsms, enda þótt það væri ekki sterkt. Tilveran var ekki svo bölvuð, þrátt fyrir allt. Enn var þung- ur sjór, en það braut ekki, og báturinn skreið vel. Worsley reiknaði út stöðu bátsins. Leiðin reyndist vera hálfnuð, þeir höfðu siglt 380 mílur. Svefnleysi, hungur og kuldi hafði rist rúnir sínar í andlit mannanna. Þeir voru farnir að þjást af krampakenndum stirð- leika í útlimunum; oft varð að bera stýrimann undir þiljur að lokinni vakt og nudda hann, þar til líf færðist í limina. En þrátt fyrir alla erfiðleika voru menn nú orðnir vongóðir um, að þeim mundi takast að komast á leið- arenda. Ellefta daginn var norðvestan kaldi; en um kvöldið snerist vindurinn í suðvestur. Það var lágskýjað, hryðjur öðru hvoru og talsverður sjór. Shackleton var á „hundavaktinni" og hann skrifar: „Ég sat við stýrið. All't í einu sá ég ljósan blett í skýja- þykkninu milli suðurs og suð- vesturs. „Hann er að birta upp,“ kallaði ég til mannanna, en í sama bili sá ég að þetta var ekki skýjarof — heldur hvitur faldur ægilegrar holskeflu. Ég hafði siglt um öll heimsine höf í 26 ár og í alls konar veðri, 98
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.