Úrval - 01.06.1957, Page 100
Crval
„MEÐ ÞRAUTSEIGJU SIGRU'M VIÐ"
Á fimmta degi siglingarinnar
gerði suðvestan storm; stórsegl-
ið var fellt og aftursegl sett
upp í staðinn. Ekki var talið
óhætt að sigla undan veðr-
inu; rekakkerið var þá sett út
og „James Caird“ sneri stefn-
inu móti sjóunum. Þegar
báturinn seig niður í öldu-
dalina, var engu líkara en
komið væri logn, en hátt yfir
höfðum mannanna risu hvít-
kembdir brotsjóir og þeyttu
löðrinu út í náttmyrkrið; mönn-
unum datt ekki annað í hug en
að báturinn myndi fyllast og
sökkva í öldrótinu — en „James
Caird“ hélzt á floti. Á sjötta
degi urðu bátverjar þess varir,
að hreyfingar bátsins voru orðn-
ar þunglamalegar, hann reis
ekki Iengur gegn öldunni. Við
athugun kom í ljós, að þilfarið
var þakið svo þykkum klaka, að
báturinn var nærri sokkinn. Það
var hættulegt verk, að liggja á
glerhálu þilfarinu og brjóta
klakann með öxum og hnífum.
Smámsaman léttist „James
Caird“ og mönnum varð aftur
hughægra. Shackleton skrifar:
„Hugsun okkar snerist aðeins
um það, sem nauðsynlegast var
í það og það skiptið.“
En eftir storminn og bylinn
gerði gott veður með sólskini
og þægilegum byr. Segl voru
undin upp og bátnum snúið í
áttina til Suður-Georgíu; svefn-
pokar, treyjur og sokkar var
hengt upp í reiðann og klakinn
tók að bráðna af þilfarinu.
Worsley heppnaðist að taka sól.
arhæðina í fyrsta skípti í sex
daga. Fuglar flögruðu umhverf-
is bátinn og gerðu umhverfið
vingjarnlegra.
Mennirnir nutu sólskinsms,
enda þótt það væri ekki sterkt.
Tilveran var ekki svo bölvuð,
þrátt fyrir allt. Enn var þung-
ur sjór, en það braut ekki, og
báturinn skreið vel. Worsley
reiknaði út stöðu bátsins. Leiðin
reyndist vera hálfnuð, þeir
höfðu siglt 380 mílur.
Svefnleysi, hungur og kuldi
hafði rist rúnir sínar í andlit
mannanna. Þeir voru farnir að
þjást af krampakenndum stirð-
leika í útlimunum; oft varð að
bera stýrimann undir þiljur að
lokinni vakt og nudda hann, þar
til líf færðist í limina. En þrátt
fyrir alla erfiðleika voru menn
nú orðnir vongóðir um, að þeim
mundi takast að komast á leið-
arenda.
Ellefta daginn var norðvestan
kaldi; en um kvöldið snerist
vindurinn í suðvestur. Það var
lágskýjað, hryðjur öðru hvoru
og talsverður sjór. Shackleton
var á „hundavaktinni" og hann
skrifar: „Ég sat við stýrið. All't
í einu sá ég ljósan blett í skýja-
þykkninu milli suðurs og suð-
vesturs. „Hann er að birta upp,“
kallaði ég til mannanna, en í
sama bili sá ég að þetta var
ekki skýjarof — heldur hvitur
faldur ægilegrar holskeflu. Ég
hafði siglt um öll heimsine höf
í 26 ár og í alls konar veðri,
98