Úrval - 01.06.1957, Side 27

Úrval - 01.06.1957, Side 27
,,SKYNSEMI“ DÝRANNA ÚRVAL Öðru hverju má sjá í blöð- unum frásagnir um hesta og hunda, sem geta ,,talað“ eða ,,reiknað“. Oft svara þessar skepnur rétt, ef þær eru spurð- ar einhvers, sem svara má með tölum. Stappa þær þá niður fót- unum eða gefa frá sér hljóð. I næstum hálfa öld hafa menn vitað, að þessi viðbrögð dýranna eru ekki gagnvart spurningun- um sjálfum, heldur eru það ein- hverjir áhorfendur, sem vita svarið fyrirfram, er gefa þeim merki, þegar réttri tölu er náð — venjulega ósjálfrátt -— með því að hreyfa vissa vöðva, t. d. í andlitinu; vel taminn hundur eða hestur veitir því strax at- hygli. Skepnunni fatast alltaf ef enginn nærstaddur veit svar- ið við spurningunni. Allt blaður um ,,talandi“ hunda eða hesta er sérstaklega óviðeigandi, þar eð mannskepn- unni einni er mál gefið. Þau dýr, er næst okkur ganga að hegðun og skyldleika eru aparnir, og vitað er, að simpansi nokkur, sem alinn var upp af ungum amerískum hjónum allt frá því hann fæddist, lærði með mestu erfiðismunum að segja þrjú orð: „mamma“, ,,pabbi“ og ,,bolli“. En eftir annað æviárið breikkar bilið milli manns og apa svo mjög, að erfitt er að gera nokk- um skynsamlegan samanburð. Þessvegna hlýtur það að vera á einhverjum misskilningi byggt, þegar við eignum öðrum dýrategundum framúrskarandi gáfur. Öðru máli gegnir um skilningarvitin. Mörg dýr hafa skynfæri, sem eru ekki nærri eins skörp hjá okkur, eða blátt áfram vantar. Þetta veldur því, að við gerum okkur oft sek um alvarlegar skyssur. Moray-áll nefnist fiskur einn, sem lifir á smáum kolkröbbum. Þegar kol- krabbinn er eltur, eða á hann ráðizt, gefur hann frá sér svart- an vökva, einskonar „blekský“. Þetta er auðsjáanlega gert í varnaskyni, og 1 augum okkar virðist það gegna hlutverki sem „felutjald", svo að kolkrabbinn eigi hægari undankomu; en áll- inn lítur öðrum augum á málið. Nákvæmar athuganir hafa sýnt, að álnum getur mistekizt að ná kolkrabbanum, þó hann sé kom- inn með ginið alveg að honum, ef ,,blekið“ er komið út í sjóinn. Sannleikurinn er sá, að állinn veiðir eftir lyktinni og étur að- eins dýr með sérstakri lykt; svarti vökvinn úr kolkrabban- um ti’uflar þefskynjun hans. Skynjunarhæfileikar sumra dýra eru svo sérstæðir, að marg- ir höfundar hafa hyllzt til að skýra þá sem dularfullar „eðlis- hvatir“ eða jafnvel „ofurskyn“. Karldýrin af einni tegund nátt- fiðrilda geta orðið vör við kyn- þroska kvendýr í tveggja mílna fjarlægð. Við verðum að játa, að þetta er undravert, enda þótt tilraunir hafi nú leitt í ljós, að karldýrið finnur lyktina af kvendýrinu með sérstökum skynfærum á fálmurunum. Þetta 25
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.