Úrval - 01.06.1957, Side 29
„SKYNSEMI“ DÝRANNA
Ú8VAL
„leti“. í rauninni var drengurinn
mjög nærsýim og sá ekki á
skólatöfluna, þó að hann sæti
örstutt frá henni. Nú á dögum
þekkja menn marga kvilla, sem
valda því að börn virðast
heimsk, löt eða óþekk „af ásettu
ráði“, og á mörgum þessum
kvillum má auðveldlega ráð bót,
svo sem nærsýni. Og þessi þekk.
ing er byggð á sömu forsend-
unum, sem leitt hafa til aukins
skilning okkar á hegðun dýr-
anna.
Þekking skapar vald. Hvemig
við notum það vald, er við höf-
um fengið í hendur, er — eins
og Kipling hefði orðað það —
önnur saga.
Hvemig viBsemd og hjartahlýja fólks I
íámennum bæ færir manni, sem kalinn
var á hjarta, aftur trúna á lífið
ðg meonma.
Borgin hjartahlýja.
Grein úr „Reader’s Digest“,
eftir VValker Winslow.
"t'F ,,lífsvottorð“ væru gefin
út á sama hátt og fæð-
ingarvottorð, mundi slíkt vott-
orð mér til handa verða dag-
sett í febrúar 1952, útgefið af
Garðbæ, smáborg einni í Kans-
as. Þessi bær tók mig að sér
á stundu þegar ég var dauða
nær, ekki aðeins líkamlega, held-
ur einnig andlega.
Sár nöturleiki nagaði sál mína
þegar ég ók ofan úr fjöllunum
og niður á sléttur Kansas. Eyði-
legur þjóðvegurinn var krapi
hulinn og það var nepjukuldi.
Lengur en mér er ljúft að
muna, hafði ég haft þann sið
að skjóta mér undan sérhverri
ábyrgð og daglegum erfiðleik-
um lífsins, og jafnvel notað á-
fengi til að réttlæta ósigra mína.
Ofdrykkja mín hafði verið að-
ferð til þess að lifa spilltu lífi
svo, að refsingin yrði aðeins
timburmenn og samvizkubit.
Nú, þegar ég gat ekki lengur
27