Úrval - 01.06.1957, Page 33
BOKGIN HJARTAHLÝJA
TjRVAL
hafði valið sér stað þar sem
hann gat notið sín bezt bæði
sem maður og læknir.
Læknirinn taldi ekki ráðlegt
að ég æki sjálfur til Tobeka
og lét ég því kunningja minn
sækja mig. Ég hefði orðið í
vandræðum með bílinn minn, ef
maður sem var gestur T. læknis
kvöldið sem ég kom til Garð-
bæjar, hefði ekki boðizt til að
aka honum til Topelta; hann
kvaðst eiga erindi þangað og
gæti þá farið með lest til baka.
Þegar ég kvaddi Garðbæ, ósk-
aði ég þess, að ég hefði getað
reist minnisvarða í þessum vin-
gjarnlega smábæ. Það hefði orð-
ið einfalt — líkneski af góðleg-
um manni með framrétta vinar-
hönd. Og svo hefði ég reist
merki, sem benti ókunnugum að
aka eftir götum þar sem þeir
sæju hamingjusamt, vingjarn-
legt fólk, sem gat tekið farand-
manni opnum örmum og veitt
honum hlutdeild í lífi sínu.
Á leiðinni til Topeka fann ég,
að ég gat nú skrifað sögu ör.
Menningers af meiri skilningi
en áður. Þessi yfirlætislausi og
óeigingjarni maður hafði komið
á fót stofnun til mannbóta í trú
á sannindi hinna einföldu orða,
„elskið hver aðra“. Og honum
hafði orðið að trú sinni. Þar
sem T. læknir var, hafði ég
kynnzt öðrum lækni, sem reynzt
hafði þessari köllun trúr.
Svo virðist sem hjarta mitt
hafi gert uppreisn gegn því
beiska viðhorfi til lífsins, sem
ég hafði tileinkað mér. Það er
til eitthvað sem kalla mætti lík-
amlega vizku. Það er vizka, sem
getur mildað hið beiska, auð-
mýkt hinn hrokafulla, og gert
oss móttækileg fyrír sannleik-
ann, fyrir anda góðvilldar meðal
mannanna.
'k ★ ★
Undrujnarefni.
Franskur leikari fékk skilnað frá konu sinni, en henni var
dœmdur umráðaréttur yfir ungum syni þeirra. Hjónin skildu
í bróðerni, og þegar drengurinn var orðinn stálpaður var hon-
um leyft að heimsækja föður sinn öðru hvoru.
Einu sinni var hann á gangi í skemmtigarði með móður sinni
þegar þau maettu föður hans. Foreldrarnir heilsuðust vin-
gjamlega og ræddu saman stutta stund.
Drengurinn horfði á þau undrandi og rjóður af ákafa. Móðir
hans spurði hann hvað væri að.
„Ég vissi ekki að þið pabbi þekktust," sagði hann.
— Tracks.
n