Úrval - 01.06.1957, Page 35
HOLLENZKI RISINN 1 HEIMI RAFTÆKNINNAR
tíRVAL
um og hluta í rafeindareiknivél-
ar til Englands. Útvarpstæki
þess eru flutt á múlösnum upp
í Andesfjöll og vísindamenn í
Svíþjóð nota litsjár þess og raf-
eindasjár. Philips reisti að
mestu fyrstu stjónvarpsstöð
Ástralíu.
Framleiðsla fyrirtækisins er
ótrúlega fjölþætt, allt frá Ijósa-
seríum á jólatré til milljón doll-
ara kjamakljúfa. Ef eithvert
land óskar eftir milljóna dollara
endurbótum á talsíma- og rit-
símakerfi sínu, eins og Argen-
tína nýlega, eru Philipsverk-
smiðjumar reiðubúnar að taka
að sér verkið. Ef einhver þjóð
þarf að búa tækjum nýtt sjúkra.
hús, eins og Saudi Arabía í
fyrra, taka Philipsverksmiðj-
urnar það að sér, og á sama
hátt eru þær reiðubúnar að búa
flugvelli tækjum — hvar sem
er í heiminum.
Saga Philips er að mestu saga
tveggja óvenjulegra manna:
Gerhards Philips og bróður hans
Antons. Báðir eru fæddir í litla
miðaldabænum Zaltbommel í
miðju Hollandi, þar sem faðir
þeirra, Frederik, var í hópi ráða-
manna — bankastjóri, tóbaks-
framleiðandi, kaffi- og teinn-
flytjandi.
Árið 1891, þá 32 ára gamall,
var Gerard orðinn kennari við
verkfræðiháskólann í Delft. Ger.
ard var ástundunarsamur, en
feiminn að eðlisfari og gekk með
stálspangargleraugu, og hafði
um langt skeið gengið undir við-
urnefninu ,,prófessorinn“ á
heimilinu.
Rafmagnið hafði heillað hann.
Hann hafði lesið allt, sem hann
náði í um hina nýju rafmagns-
peru Edisons, sem kunngjörð
hafði verið 1879. Á ferð sinni
til Skotlands heimsótti hann
hinn mikla vísindamann Kelvin
lávarð, en heimili hans var með
þeim fyrstu í heiminum, sem
lýst voru með hinum nýju ljós-
um. Gerard starði fullur að-
dáunar á þessa himnabirtu.
Þegar hann kom aftur til Zalt-
bommel, gerði hann sér tilrauna-
stofu í þvottahúsinu heima hjá
sér, þar sem hann ætlaði að
reyna að búa til ljósaperur. Þeg-
ar hann hafði gert sér kolaþráð
svipaðan þeim, sem Edison hafði
gert, tók hann að fást við gler-
blástur, þótt hann hefði enga
þekkingu á þeirri iðngrein.
Fyrstu kúlurnar voru næsta ó-
böngulegar, en með þrautseigju
tókst honum að lokum að búa
til þannig perur, sem hann þótt-
ist viss um að myndu, er fram
liðu stundir, lýsa upp heiminn.
Gerard tókst að vekja áhuga
föður síns, sem féllst á að leggja
500.000 krónur í verksmiðju til
framleiðslu á Ijósaperum.
En bæjarstjórnin í Zaltbom-
mel kærði sig ekki um verk-
smiðjur í bænum. Hann hafði
öldum saman verið lítill
verzlunarbær og bæjarstjórn-
in kærði sig ekki um að á
því yrði nein breyting. Ger-
ard fann það sem haun vant-
33