Úrval - 01.06.1957, Side 38

Úrval - 01.06.1957, Side 38
tJ'RVAL HOLLENZKI RISINN 1 HEIMI RAFTÆKNINNAR þes-s að sala á framleiðsluvör- um okkar aukist þar.“ í skiptum sínum við verkafólk sitt og umhyggju fyrir velferð þess hafa Philipsverksmiðjurn- ar verið jafnframsýnar. Árið 1909 tóku þær upp læknaþjón- ustu fyrir starfsfólkið, og hef- ur hún borið heilladrjúgan árangur, einkum á sviði berkla- varna og mæðra- og barna- vemdar. Árið 1912 hóf Philips fram- kvæmd áætlunar um deilingu ágóða, þannig að drjúgur hluti af ágóða verksmiðjanna var lagður til hliðar handa verka- mönnunum. Þær hafa reist tíu þúsund íbúðir, sem þær leigja verkamönnum gegn vægri leigu. Kennsla var Gerard Philips alla tíð mikið áhugamál. Síðustu árin, sem hann lifði (hann dó 1942) tók hann sér reglulega frí frá störfum í rannsóknar- stöðinni til þess að kenna börn- um. Þessi áhugi hans á lcennslu- málum varð til þess, að verk- smiðjurnar hafa stofnað til skólahalds á ýmsum stigum, allt frá leikskólum fyrir börn til verzlunar- og iðnskóla. Sérhver starfsmaður Philipsverksmiðj- anna, sem hefur hug á að kom- ast áfram, á kost á fræðslu og þjálfun til betur launaðra starfa; sérhver piltur, sem hef- ur góða námshæfileika á kost á háskólanámi á kostnað verk- smiðjanna. Um 7000 manns eru að jafnaði við eitthvert nám á vegum þeirra. Þegar herskarar Hitlers tóku að flæða yfir lönd Evrópu, vissu þeir Philipsbræður, að röðin mundi brátt koma að Hollandi. Ráðstafanir voru gerðar til að flytja stjórnarskrifstofur verk- smiðjanna til New York, Lon- don og Curacao í hollenzku Vesturindíum. Mikilvæg skjöl voru míkrófilmuð og valinn hóp- ur starfsmanna fékk skipun um að vera viðbúinn að flýja land með hálftíma fyrirvara. Þegar innrásin byrjaði, 10. maí, taldi herstjórn landsins, að herinn mundi geta varizt í tvær vikur. En hann varð að gefazt upp eft- ir fjóra daga, og ruglaði það algerlega flóttaáætlanir Philips, þannig að brezki tundurspillir- inn, sem áður er nefndur, varð að koma til bjargar. Fritz Philips, sonur Antons og liðsforingi í hollenzka stór- skotaliðinu, varð að sjálfsögðu að vera eftir í landinu. Hann tók við yfirstjórn í Eindhoven, en hlutverk hans var gagnstætt því sem nokkur iðjuhöldur hafði áður tekizt á hendur: að f jölga starfsliði og draga úr fram- leiðslunni. Hann réði alla þá sem hann náði í til þess að koma í veg fyrir að þeir væru fluttir í nauðungarvinnu í Þýzkalandi, og gerði allt sem unnt var til að draga úr framleiðslunni. Eindhoven varð eitt helzta skotmark brezka flughersins. Fjórði hluti verksmiðjanna var eyðilagður og framleiðslan minnkaði niður i næstum ekk-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.