Úrval - 01.06.1957, Side 39
HOLLENZKI RISINN I HEIMI RAFEÆKNINNAR
ÚRVAL
ert. Þegar þýzkir eftirlitsraenn
gerðu ráðstafnir til að koma
framleiðslunni í gang að nýju,
gerðu verkamenn verkfall —
fyrsta verkfallið í sögu verk-
smiðjanna. Sex verkamenn voru
skotnir og Fritz Philips var tek-
inn fastur. Hann var látinn laus
fimm mánuðum síðar, en fór
upp frá því huldu höfði.
Bftir stríðið hófst endurreisn-
in, og nú er framleiðslan orðin
þrefalt meiri en hún var fyrir
stríð. Þegar Fritz er spurður
að því, hver sé skýringin á því,
að verksmiðjurnar hafa vaxið
jafngífurlega og raun ber vitni,
segir hann:
„Sum fyrirtæki kæra sig ekki
am að vaxa, þau kjósa heldur
öryggi en ævintýrið mikla. Okk-
ur hefur alla tíð verið öfugt
farið. Anton Philips lagði frá
upphafi allt kapp á að færa
út kvíarnar. Slíkir menn hafa
stundum tilhneigingu til að
brjóta niður aðra kringum sig.
Hann var ekki þannig. Hann
fékk öðrum völd í hendur og
hvatti þá til að taka á sig á-
byrgð. Honum þótti gaman að
hjálpa mönnum til að komast
áfram. Fram til hins síðasta —
hann dó 1951 — hafði hann
gaman af tala um verksmiðjurn-
ar sem „alþjóðasamband fyrir-
tækja“. Við höfum reynt að
sýna í verki, að ef framtak nýt-
ur frelsis, getur það blómgazt
og vaxið alls staðar — öllum
til hagsældar.“
0-0-0
Á æfingn.
Einu sinni þegar Toscanini var að æfa Hafið eftir Debussy
með hljómsveit sinni vildi hann á einum stað ná sérstaklega
kliðmjúkum og veikum leik er síðan dæi út án þess að unnt
væri að greina hvenær leikurinn hætti og þögnin tæki við.
Hann skorti orð til að lýsa því hvað hann vildi fá fram og S
öngum sínum tók hann stóran hvítan silkivasaldút upp úr
hrjóstvasa sínum og kastaði honum hátt upp í loftið. Allir
hljómsveitarmennirnir horfðu sem dáleiddir á klútinn svífa
blaktandi og undurmjúkt niður á gólfið. ,,Þarna sáuð þið,“
sagði Toscanini og andlit hans Ijómaði, „svona eigið þið að
■ spila.“
— New York Times Magazine.
37