Úrval - 01.06.1957, Side 54
1 höndum snillings er boomerang
töfrandi leikfang og hættu-
iegt vopn.
BOQMERANG — HIÐ ÁSTRALSKA KASTVOPN.
Grein úr „Mayfair“,
eftir Dai Stivens.
FYRIR þrem árum, þegar El-
ísabet Bretadrottning og
maður hennar, hertoginn af Ed-
inborg, voru í heimsókn í Ástra-
líu, voru þau sjónarvottar að af-
reki, sem í leikni sinni var göldr-
um líkast. Sá, sem afrekið vann,
var Joe Timbery, þrekvaxinn,
þeldökkur Ástralíumaður af
kynþætti frumbyggja. Tækið,
sem hann vann hið minnisverða
afrek sitt með, var hið víðkunna
vopn og þjóðartákn Ástralíu
— boomerang. Þetta kastvopn
eða skeyti, var tvö og hálft fet
á lengd. Það flaug úr hendi hans
lárétt í brjósthæð, tæpra 40
metra vegalengd, breytti síðan
skyndilega um stefnu og flaug
upp í 30 metra hæð, og sveif svo
í löngum sveig aftur til Tim-
bery og lækkaði flugið um leið.
Þegar skeytið átti skammt ófar-
ið, hægði það skyndilega ferð-
ina, en hélt áfram að snúast eins
og skopparakringla. Svo stað-
næmdist það uppi yfir honum
og jafnframt dró úr snúnings-
hraðanum. Timbery, sem hafði
lagzt á jörðina, rétti upp fæt-
urna og greip skeytið fimlega
með berum fótunum.
Leikni eins og sú, sem Tim-
bery sýndi þarna með einu elzta
vopni mannkynsins (Fornegypt-
ar notuðu boomerang) er ekki
eins dæmi í Ástralíu. 1 norður-
héruðum landsins nota frum-
úyggjarnir það ennþá, bæði sem
vopn og leikfang.
Ég hef horft á æsandi keppni
milli þessara nöktu, kaffibrúnu
meistara í listinni. Þeir geta lát-
ið skeytið stíga upp í 45 metra
hæð á endasprettinum og sveifl-
ast síðan við afturkomuna fram
og aftur fyrir framan kastar-
ann, eins og risastórt fiðrildi,
sem svífur blóm af blómi. Eða
þeir geta látið það svífa eins
og hauk á flugi. Á miðri baka-
leiðinni staðnæmist skeytið, en
heldur áfram að snúast örhratt,
lækkar hægt flugið unz það er
komið nærri niður að jörðu. Þá
tekur það lárétta stefnu og flýg-
ur með örskotshraða til kastar-
ans. Ég hef séð boomerang-
skeyti fleyta kerlingar, séð það
taka niðri um 50 metra f rá kast-
aranum, hoppa upp í loftið og
snúa síðan við. Og ég hef séð
því kastað í sveig upp í loftið
og síðan séð það steypa sér
52