Úrval - 01.06.1957, Qupperneq 58
tJRVAL
únistaflokk Bandaríkjanna) af þvi
að hann var sannfærður um, að þar
hefði hann fundið upphafið að „hinu
sanna bræðralagi mannsins," og að
flokkurinn væri hezta vörnin gegn
fasismanum.
Ég vil ekki viðurkenna að
nokkur hafi blekkt mig til að
trúa þessu. Það er gott og
blessað að vera skynsamur eft-
ir á, en þá skulum við jafn-
framt minnast þess, að milljón-
ir beztu og gáfuðustu manna
síðustu kynslóðar höfðu sömu
trú og ég. Hafi ég verið of
seinn að átta mig á tilteknum
staðreyndum, skyldu menn
einnig minnast hinna hat-
römmu ofsókna sem kommún-
istar hafa sætt í Bandaríkjunum
á undanförnum tíu árum. Hver
svo sem sannleikurinn er um
hið rússneska lögregluríki þá
virtist Truman-stjórnin ákveð-
in í að skapa lögregluríki, er
tæki fram hinu rússneska. Það
var erfitt að hugsa skýrt og
hlutlægt á þessum árum.
Eigi að síður hafði ég og
ýmsir fleiri í Kommúnista-
fíokknum fengið hugboð um,
löngu áður en Krutsjov hélt
,,leyniræðu“ sína, að eitthvað
væri átakanlega bogið við hina
alþjóðlegu kommúnistahreyf-
ingu. Við vorum hvattir til að
gleypa hráæti eins og hina
sovétsku kenningu um „kosmo-
politismann." Við sáum hina
gyðinglegu menningu hverfa í
Rússlandi, og öllum bænum
ckkar um skýringu var svarað
ÁKVÖRÐUN MÍN
með þögn. Við sáum dauða-
hegningu innleidda að nýju, og
það svo um munaði.
Við vorum einnig vitni að
ýmsu uggvænlegu í innra starfi
CPUS, lamandi ósveigjanleik
og stirðnun, einstrengingslegri
stefnufestu, sem olli því að
mörgum góðum mönnum var
ekki vært 1 flokknum.
Allt þetta var liður í þróun,
sem átti sér stað í mér og
ýmsum fleiri. Samt sem áður
vorum við ekki viðbúnir hinum
hatrömmu og djöfullegu upp-
ljóstunum í „leyniræðu* Krut-
sjovs. Ógnarlýsingarnar fóru
ekki einasta langt fram úr öllu,
sem okkur hafði getað dreymt
um — heldur einnig svæsnustu
ákærunum sem óvinir Sovét-
ríkjanna höfðu borið fram.
Viðbrögð mín við þessu
furðulega plaggi eru kunn þar
sem ég gerði grein fyrir þeim í
New York Daily Worker. Ég
var fullur andstyggðar og við-
bjóðs. Ég fann til megnrar ó-
gíeði í sálinni við tilhugsunina
um að ég hefði stutt og varið
þetta blóðidrifna morðæði, og
mér fannst — eins og mörgum
öðrum — að ég hefði verið
fórnarlamb hinna ótrúlegustu
blekkinga síðari tíma.
Ég fékk nú líka í fyrsta
skipti nokkur kynni af mann-
inum Ki’utsjov og takmörkun-
um hans, ekki aðeins í því
hvernig hann lýsti því víti sem
hann kallaði eins manns verk,
heldur einnig í því blygðunar-