Úrval - 01.06.1957, Qupperneq 63

Úrval - 01.06.1957, Qupperneq 63
ÁKVÖRÐUN MlN ÚRVAL ingja", er líti á sig og flokkinn sem eitt og hið sama. Fast tjáir einlæga virðingu sína þeim mörgu sem hafa verið kyrrir í Kommúnistaflokki Bandaríkjanna til þess að berjast gegn þessari þróun. I Sovétríkjunum telur hann slíka baráttu vonlausa; sjálf vöntunin á frjálsum kosningum og rétturinn til þess að setja stjórn- ina af hefur „hingað til komið í veg fyrir þessa breytingu — ekki á kerfinu, heldur blátt áfram á ríkis- stjórninni". Og þessi vöntun sé enn fyrir hendi. Fast skýrir frá því, að hann hafi fengið ótal bréf frá Austurevrópu, frá mönnum, sem töldu sig hafa „sérstakan hæfileika til að tala um fyrir“ foringjum sinum. Bn hann heldur að forustumenn Sovétríkjanna óski ekki eftir gagnrýni. Á meðan hægt er að svara gagnrýni með fangelsun er tal þeirra um „gagn- rýni og sjálfsgagnrýni sem aflvaka í þróun samfélagsins“ ekki aðeins rangt heldur beinlínis ámælisvert. Að lokum skrifar Fast: Mér er ekki ljúft að skrifa þetta. Það setur að mér ógeð og hryggð á meðan. Trú heillar ævi er í rúst allt í kringum mig, og í níu langa mánuði hef ég goldið skammsýni mína með kvöl og óró í sálinni. En nú get ég hvorki né vil þegja leng- ur. Ég dæmi engan, en ég veit fullvel, að ég mundi fyrirlíta sjálfan mig ef ég leyndi sann- færingu minni. Enda þótt vitn- eskja mín hafi gefið mér átak- anlega og ófagra mynd af þeim mönnum, sem hafa forustuna í Sovétríkjunum, hefur liún ekki neitt mig til að varpa frá mér trúnni á bræðralag mann- anna og eðlislæga góðvild þeirra. Eg er heldur ekki þeirr- ar trúar, að mannkynið muni láta leiða sig burt frá hinu sósíalistíska lýðræði og draumn- um um hinn góða heim, sem við munum um síðir skapa. Þegar til lengdar lætur getur ekkert klíkuvald manna sem eru smáir í sálinni og enn smærri í manndómi sínum, staðið gegn flóðbylgju sögunnar. Viðbót við framanritað: Eft- ir að ég hafði skrifað þetta fékk ég frá þingnefndinni til rannsóknar óamerískri starf- semi stefnu, þar sem ég var beðinn að mæta sem „vitni er hefði vinsamlega afstöðu". Ég hef ekki gert neina tilraun til að leyna því fyrir nefndinni, að ég er ekki aðeins óvinsamlegur sem vitni, heldur fyrirlít ég af öllu hjarta allt sem nefndin er fulltrúi fyrir. Ekkert af því sem ég hef sagt um óréttlæti og lítilmannlegar tilraunir til ofbeldis hér heima eða kerfis- bundið brjálæði í utanríkis- stefnu okkar, hef ég tekið aft- ur. Við skulum ekki blanda saman hlutunum. Enda þótt réttvísin sé jafnfi-amandi gestur í Sovétríkjunum og ravrn ber vitni, er ekki þar með sagt, að hún spásséri frjáls og óháð um í réttarsölum okkar. Ég hef skrifað hundruð þúsunda orða um það ranglæti sem finnst í landi mínu, og því mun ég halda áfram. Enda þótt ég hafi nú loks- ins getað lagt fram þær stað- reyndir sem hér er greint frá 61
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.