Úrval - 01.06.1957, Síða 66
ÚRVAL
í STUTTU MÁLI
Líkamskæling er notuð í
Bretlandi í stað hins sérstaka
hjarta- og lungnatækis, sem
víða er í notkun. Kælingin fer
fram á ýmsa vegu: til dæmis
er yfirborð líkamans kælt,
eða blóð er leitt úr æð gegn-
um einfalt kælitæki og síðan
dælt inn í aðra æð sjúklingsins.
Belgurinn með kalda vatninu
hefur sennilega þau áhrif að
kæla blóðið á stóru svæði í æð-
um magaveggjanna. Á eftir má
svo dæla volgu vatni í belg-
inn til að hækka blóðhitann aft-
ur. Við allar þessar aðferðir er
notkun lyf ja, eins og t. d. chlor-
promazine, mjög mikilvæg til
að auðvelda lækkun líkamshit-
ans.
Eins og búast mátti við, eru
það tvö líffæri, sem þola illa
súrefnisskortinn, hjartað og
heilinn. Vegna þess er ekki hægt
að kæla sjúklinginn meira en
niður í 28—29°C, og blóðrásina
má aðeins stöðva í tíu mínútur.
Sjálf hjartaaðgerðin má því
ekki standa lengur en átta mín-
útur, og koma þannig aðeins
til greina minni háttar aðgerð-
ir.
„Vatnshelt“ sement.
Sement, sem þolir raka við
geymslu og þarf minna vatn
en venjulega við blöndun, er
nú komið á markaðinn í Bret-
landi. Með því að sprauta í það
sérstakri efnablöndu á síðustu
vinnslustigunum, fæst Portland-
sement, þar sem utan um hverja
efnisögn er vatnshrindilag um
ein sameind á þykkt.
Margar prófanir hafa verið
gerðar í Englandi, Hollandi og
Þýzkalandi, til að komast að
raun um, hvort sementið hafi
þá eiginleika, sem framleiðend-
urnir vilja vera láta. Þessar
prófanir tókust yfirleitt mjög
vel. Sýnishom, sem geymt var
í sex mánuði í regnskógi í Nige-
ríu, rýrnaði sáralítið. Steypa,
sem löguð var úr því á eftir,
hafði aðeins misst einn fimmta
af venjulegum styrkleika sínum.
Það er auðvelt að útskýra,
hvernig steypublöndun með til-
tölulega vatnsheldu sementi fer
fram. Blöndunin við sand eða
annað áþekkt efni sprengir
varnarlagið utan um hverja ein-
staka efnisögn og hleypir vatn-
inu í gegn. Framleiðendurnir
segja, að minna vatn þurfi í
blönduna og úr henni fáist
sterkari steypa en almennt séu
gerðar kröfur til nú.
Annar kostur við þessa steypu
er talinn sá, að hún drekkur
síður í sig raka og verður þann-
ig minna hætt við skemmdum
af frosti eða sterkum sýrum.
Ennfremur er hún sérlega vel
fallin til að styrkja jarðveg, svo
sem á flugbrautum og víðar.
Það er ASP Chemical Co. í
Gerrards Cross og Hydrophobic
Cement Ltd., sem sjá um fram-
leiðslu á þessu nýja sementi,
sem selt er undir nafninu Pecta-
crete. önnur tegund, sem nefn-
ist Hydracrete, er seld af Ce-
64