Úrval - 01.06.1957, Page 71
UNGLINGAR Á GELGJUSKEIÐI
í rúmið á kvöldin, og það hygg
ég vænlegra til árangurs að
fræða þá um nauðsyn svefnsins
fyrir heilsu þeirra heldur en
nagg og nöldur.
Utivist, íþróttir og göngu-
ferðir um f jöll og móa, er mjög
holl fyrir unglinga á gelgju-
skeiði. Vaknandi kynhvötin
leiðir unglinginn oft til sjálfs-
fróunar og gerir hann dulan í
skapi. Draumórar og langanir
einkenna hugarheim gelgju-
unglingsins. Mikillar nærgætni
er þörf af hendi foreldranna ef
ekki á að koma til árekstra á
heimilinu. Raunar er foreldnm-
um vorkunn þótt þolinmæðin
bresti stundum. Löngun til að
stæla, mótþrói, lítt bærilegir og
þó broslegir tilburðir til að sýn-
ast veraldarvanir og færir í all-
an sjó: þetta eru einkenni
gelgjuskeiðsins. Duttlungar og
vanstilling einnig. Bamið þrá-
ir að verða fullorðið, en þegar
svo þroskaeinkennin byrja að
láta sín getið, finnur barnið
sjálft, að það er hvorki eins
gaman né auðvelt að verða full-
orðinn og það hélt. Lausn frá
bernskunni er eins og fæðing
sem gengur hægt fyrir sig og
ekki án sársauka.
Fyrir nokkru kom 15 ára
stúlka í lækningastofuna til
mín ásamt móður sinni. Móðir-
in var að leita ráða við því að
dóttirin vildi ekki borða. Því
meir sem hún bað hana, því
minna borðaði hún. Móðirin
fjasaði um þetta í áheym
ÚRVAL
dótturinnar. Telpan, sem var
stór og sterkleg, kannski dá-
lítið þybbin en þó tæpast það
sem kallað er feit, gat ekki
leynt mótþróa sínum. Ég gat
næstum lesið hugsanir hennar:
„Góða mamma, ég er ekki bam
lengur, ég á líkama minn en
ekki þú og ég vil ekki láta fara
með mig eins og smábam.“ Eg
ráðlagði konunni að láta telpuna
sjálfráða um hvað hún borðaði,
hætta að beita hana þving-
unum og fortölum. Hinsvegar
skyldi hún fræða hana átölu-
laust um það hvað væri hollt
fyrir hana.
Við fullorðna fólkið, sem bú-
um yfir meiri lífsreynslu en
unglingarnir, ættum því að
vera umburðarlynd og þolin-
móð gagnvart imgæðishætti
barna okkar þegar þau komast
á gelgjuskeiðið. Ég gat þess
áðan að íþróttir og útivist
væru sérstaklega nauðsynleg á
þessum erfiðu árum. Þetta er
ótvírætt. Líkamleg árejmsla
er áhrifaríkt mótvægi gegn ó-
hollum draumum og óæskileg-
um tjáningum vaknandi kyn-
hvatar og þeim erfiðleikum,
sem heilbrigð bindindissemi
hefur í för með sér. Keppni í
íþróttum, fjallgöngum og ann-
að þvílíkt veita oft á tíðum
kenndum og tilfinningum þá
útrás sem æskunni er nauðsyn-
leg.
Á gelgjuskeiðinu koma
smátt og smátt í ljós sérkenni
og persónuleiki hins unga ein-
69