Úrval - 01.06.1957, Síða 82
ÚRVAL
yrði að fá frest þangað til skiln-
aðurinn væri kominn í kring.
Áður en næsta tölublað „Slát-
urtíðinda“ kom út, höfðu orðið
eigandaskipti að blaðinu. Fjár-
sterkt blaðaútgáfufyrirtæki
hafði keypt þau fyrir offjár,
gefið þeim nýjan undirtitil —
„blað fyrir ánægða" —- látið
prenta það í fjórum litum og
stúlkumyndir á hverri síðu. En
samkeppnin um brúðina var
ekki endurtekin. Það eru hús-
mæðurnar, sem mestu ráða um
útbreiðslu vikublaðanna, og
samband blaðsölukvenna var að
því komið, að banna félagskon-
um sínum að selja blaðið.
IJrslit samkeppninnar voru
birt af miklu yfirlætisleysi með
smáu letri þar sem lítið bar á,
og skorti þau þó ekki suðræna
rómantík. Sigurvegarinn meðal
300.000 bréfritara varð Abdul
Za’ud sheik frá olíuhéraði einu
í Miðausturlöndum. Hlar tungur
hafa haft á orði, að sheikinn
SAMKEPPNI UM HtíS OG BRÚÐI
hafi mútað Rohan-Dermot, en
hið eina sem hægt er að benda á
í því sambandi eru ummæli Ro-
han-Dermot á fundi í dómnefnd-
inni þegar hann sagði að hann
vildi ekki láta auðæfi sheiksins
standi í vegi fyrir hamingju
Mymu Figgs.
Enska þjóðin komst aftur í
sínar gömlu skorður og „Slátur-
tíðindi" era nú ekki í neinu frá-
brugðin hundruðum annarra
vikublaða. Rohan-Dermot er ný-
lega fluttur til ítalíu og býr í
stóru einbýlishúsi, sem hann
keypti í Siena, og er að mestu
hættur ritstörfum.
Ath.: Af lítt skiljanlegri vangá
hefur höfundi þessarar greinar
láðst að geta þess, að atburðir
þeir, sem hér hafa verið raktir,
hafa enn ekki gerzt: atburðirnir í
hinni bráðfyndnu ádeilusögu
Edwards Hyam, sem um þessar
mundir nýtur fádæma vinsælda i
Englandi og Ameríku (jafnvel
vikublöðin hæla henni), eru sem
sé tímasettir á sumri komanda.
★ ★ ★
Ekki nóg til.
Málgefin kona var til umræðu og voru skoðanir um hana
nokkuð skiptar, meðal annars um það hvort hun væri sann-
sögul.
,.Það getur ekki verið að hún segi ailtaf satt," sagði einn
í hópnum, ,,svo mikill sannleikur er ekki til".
—• N. C. News.