Úrval - 01.06.1957, Page 87
„MEÐ ÞRAUTSEIGJU SIGRUM VIГ
ÚRVAL
Tíuvikna nótt Suðurheimskautsins er gengin í garð.
hreyfingum íssins. Dagar og vik-
ur liðu. I átta mánuði voru leið-
angursmenn fangar íssins um
borð í skipinu. Shackleton lagði
aðaláherzluna á að forða skip-
inu frá skemmdum og láta á-
höfnina hafa nóg að starfa.
Snjóhús voru byggð á ísnum og
hundamir sextíu þjálfaðir eftir
mætti. Birgðum var umstaflað
og gerð athugun á þeim, og
milliþilfarið var útbúið sem íbúð
fyrir áhöfnina.
Þegar gott var veður, fóru
skipsmenn í leiki og kepptu í
íþróttum á ísnum. I lok febrúar
var staða skipsins 77° s. br.
og Vashelflóinn var aðeins í 60
sjómílna fjarlægð, en það hefði
eins vel getað verið 6000 mílur,
því að ógerlegt var að ná landi.
Loftskeytatæki var í skipinu, en
það reyndist gagnslaust, þegar
til átti að taka. Leiðangursmenn
hlustuðu árangurslaust eftir
tímamerkinu, sem argentínska
loftskeytastöðin á Nýárseyju
átti að senda þeim á laugar-
dagskvöldum.
í apríl fór útlitið að versna.
ísrekið hafði breytt um stefnu
og bar nú bjálparvana skipið
með sér til norðurs, burt fi’á
takmarki leiðangursins. Menn
vöknuðu á næturnar við brest-
ina í ísnum og brakið í skipinu.
Sú hætta fór vaxandi, að „En-
durance'1 bærist að borgarís-
jaka, sem stæði á grunni, og
brotnaði í spón.
Hinn 1. maí hvarf sólin af
himninum og tíu vikna nóttin