Úrval - 01.06.1957, Síða 89

Úrval - 01.06.1957, Síða 89
,MEÐ ÞRAUTSEIGJU SIGRUM VIГ tTRVAL láta á sjá. Stýrið hafði brotn- að og víða voru hnoðnaglar farnir að losna. Septembermánuður leið án þess að neitt alvarlegt bæri til tíðinda. Lífið um borð gekk aft- ur sinn vanagang. Skipverjar heyrðu ísbresti og drunur í f jarska og setti þá að þeim geig. Reglubundnar athuganir leiddu í ljós, að skipið barst stöðugt í norðvesturátt. Shackleton reiknaðist til, að stytzta leiðin til næsta þekkta lands væri 250 sjómílur, og hann vonaði, að þeir þyrftu ekki að brjótast fót- gangandi yfir ísinn, sem var á stöðugri hreyfingu. í lok sept- ember barst skipið inn í vestur- hluta Weddelhafsins, en það er talið stormasamasta haf á jörð- inni, og þessi hluti þess ávallt fullur af ís. Stöðugir stormar og straumar keyra ísinn upp að vesturströndinni og þar hleðst hann upp í ógurlegar ís- hrannir. Þeir skyggndust árang- urslaust eftir vök eða rennu með auðann sjó, sem gæti orðið þeim leið til undankomu. Það fór að sjást merki þess, að vorið væri í nánd. Hundarn- ir ætluðu að sleppa sér, þegar þeir sáu mörgæs, sem horfði drembilega á þá úr hæfilegri fjarlægð. Leiðangursmenn tóku aftur að stunda selveiðar og gæddu sér á nýju kjöti og lifur. Sunnudaginn 17. október óx ís- rekið um allan helming. „En- durance" skalf og nötraði. 1 vélarrúminu, sem var veikasti hluti skipsins, var sem barið væri á byrðinginn með þungum sleggjum, plöturnar svignuðú og sjórinn fossaði inn. Baginn eft- ir Iyftist skipið upp á íshrönn og lá við að því hvolfdi, en um kvöldið gliðnaði ísinn aftur og skipið sat í vök, sem brátt var lögð. Ef til vill var Iausnin ekki langt undan. Vélamenn og kynd. arar tóku til óspilltra málanna. 20. október hringdi vélsíminn í fyrsta skipti í 8 mánuði, alit var í bezta lagi. Skipið skreið áfram nokkra metra, en lengri varð siglingin ekki. Það fór að hvessa á norðvestan, ísrekið óx með hverjum klukkutíma, og hinn 24. október hófst dauða- stríð ,,Endurance“. Skipið var í heljargreipum. 1 þrjá sólar- hringa samfleytt stóðu skipverj- ar við dælurnar, en þó hækkaði sjórinn jafnt og þétt í lestmni. Ráðstafanir voru gerðar til að geta bjargað útbúnaði, hundum, sleðum og bátum án tafar. Fjall- háum ísjökum skaut upp, síðan komu aðrir jakar, sem felldu þá um koll, og þannig hélt ís- flaumurinn áfram að streyrna endalaust. Mönnum fannst þeir vera magnlausir og hjálparvana í fjandsamlegum heimi. Ráts- maðurinn tilkynnti, að dælum- ar hefðu ekki við lekanum. Hirm 26. október 1915 var gefin skip- un um að yfirgefa „Enduran- ce“. Klukkan átta um kvöldið var búið að flytja allar helztu nauðsynjar og skipsbátana þrjá á stóran ísjaka. Mat- 87
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.