Úrval - 01.06.1957, Qupperneq 102
urvax
„MEÐ ÞRAUTSEIGJU SIGRUK VIБ
Þeir háðu harða baráttu við
æðandi holskeflur, vindurinn
hvein og ýlfraði, og ekki sást
út úr augunum fyrir særokinu.
Veðurofsinn hrakti bátinn upp
að ströndinni, byrðingurinn
rifnaði og sjórinn tók að hækka
í kjalsoginu. Þorstinn hvarf,
þjáningarnar gleymdust og
mönnunum óx ásmegin, þegar
þeir sáu að dauðinn beið í brot-
sjóum skerjaklasans. Tveir
menn stóðu í austri, tveir dældu
og tveir stýrðu. Baráttan stóð
í tuttugu klukkustundir, en þá
var sigurinn unninn, bátui'inn
lá undir Annenkoweyju, kletta-
dranga skammt frá landi. Undir
morguninn 10. maí var komið
kyrrt veður, ekkert heyrðist
nema brimhljóðið frá strönd-
inni, vindur var hægur og stóð
af hafi. Mennirnir voru orðnir
sljóir og aldrei höfðu þeirkvalizt
meira af þorstanum. Shackleton
var lióst, að þeir yrðu að ná
landi um daginn, hvað sem það
kostaði. 1 rökkurbyrjun renndi
„James Ca.ird“ upp í fjöruna í
þröngri klettavík. Þegar menn-
irnir höfðu bundið bátinn og
vaðið í Iand, heyrðu þeir lækjar-
nið við fætur sér. Tær Iækur
rann til sjávar milli klettanna
í fjörunni, og í næstu andrá
lágu menhirnir á hnjánum við
lækinn og þömbuðu ferskt berg-
vatnið. „Það sem okkur bar Iíka
að gera“, skrifaði Shackleton
seinna, ,,var að krjúpa í auð-
mýkt.“
Háseti og bátsmaðurinn gátu
hvorki hreyft legg né lið. og
hinir höfðu ekki heldur meiri
krafta til að setja bátinn um
kvöldið. Þeir létu fyrirberast í
hellisskúta og lifðu á feitum al-
batrossungum. Kjötið var hvítt,
og beinin, sem ekki voru full-
höronuð, bráðnuðu eins og hun-
ang í munni hinna Iangsoltnu
manna. Þeir hvíldu sig í fimm
daga eftir volkið. Enda þótt þeir
væru komnir á land í Suður-
Georgíu, var takmarkinu þó
ekki náð. Þeir höfðu tekið land
á óbyggðri strönd, og til þess
að komast til byggða, urðu þeir
að brjótast yfir ókannað fjall-
lendi, þar sem allt var hulið snjó
og jöklum. Hvalveiðistöðin á
Straumnesi var í 27 km f jarlægð.
Enginn maður hafði áður lagt
leið sína yfir þessa ógnþrungnu
fjallgarða, en Shackleton hik-
aði ekki. „Með þrautseigju
sigrum við“, voru einkunn-
arorð ættar hans, og hann sýndi
líka í verki, hvernig menn geta
ráðið örlögum sínum.
Hinn 15. maí var bátnum ýtt
aftur á flot og siglt inn Há-
konarfjörð, til þess að leita að
heppilegri lendingarstað. Wors-
ley skrifar í dagbók sína: „Við
undum upp segl í hægum vest-
anvindi ög sigldum frá strönd-
inni. Sólin skein í heiði ag við
vorum hinir vonbeztu. : Inni í
firðinum fuhdum við góðaii upp-
sátursstað, og eftir fjögurra
klukkustuhda erfiði vorum'Við
búnir að draga bátinn á land.
100