Úrval - 01.06.1957, Qupperneq 102

Úrval - 01.06.1957, Qupperneq 102
urvax „MEÐ ÞRAUTSEIGJU SIGRUK VIБ Þeir háðu harða baráttu við æðandi holskeflur, vindurinn hvein og ýlfraði, og ekki sást út úr augunum fyrir særokinu. Veðurofsinn hrakti bátinn upp að ströndinni, byrðingurinn rifnaði og sjórinn tók að hækka í kjalsoginu. Þorstinn hvarf, þjáningarnar gleymdust og mönnunum óx ásmegin, þegar þeir sáu að dauðinn beið í brot- sjóum skerjaklasans. Tveir menn stóðu í austri, tveir dældu og tveir stýrðu. Baráttan stóð í tuttugu klukkustundir, en þá var sigurinn unninn, bátui'inn lá undir Annenkoweyju, kletta- dranga skammt frá landi. Undir morguninn 10. maí var komið kyrrt veður, ekkert heyrðist nema brimhljóðið frá strönd- inni, vindur var hægur og stóð af hafi. Mennirnir voru orðnir sljóir og aldrei höfðu þeirkvalizt meira af þorstanum. Shackleton var lióst, að þeir yrðu að ná landi um daginn, hvað sem það kostaði. 1 rökkurbyrjun renndi „James Ca.ird“ upp í fjöruna í þröngri klettavík. Þegar menn- irnir höfðu bundið bátinn og vaðið í Iand, heyrðu þeir lækjar- nið við fætur sér. Tær Iækur rann til sjávar milli klettanna í fjörunni, og í næstu andrá lágu menhirnir á hnjánum við lækinn og þömbuðu ferskt berg- vatnið. „Það sem okkur bar Iíka að gera“, skrifaði Shackleton seinna, ,,var að krjúpa í auð- mýkt.“ Háseti og bátsmaðurinn gátu hvorki hreyft legg né lið. og hinir höfðu ekki heldur meiri krafta til að setja bátinn um kvöldið. Þeir létu fyrirberast í hellisskúta og lifðu á feitum al- batrossungum. Kjötið var hvítt, og beinin, sem ekki voru full- höronuð, bráðnuðu eins og hun- ang í munni hinna Iangsoltnu manna. Þeir hvíldu sig í fimm daga eftir volkið. Enda þótt þeir væru komnir á land í Suður- Georgíu, var takmarkinu þó ekki náð. Þeir höfðu tekið land á óbyggðri strönd, og til þess að komast til byggða, urðu þeir að brjótast yfir ókannað fjall- lendi, þar sem allt var hulið snjó og jöklum. Hvalveiðistöðin á Straumnesi var í 27 km f jarlægð. Enginn maður hafði áður lagt leið sína yfir þessa ógnþrungnu fjallgarða, en Shackleton hik- aði ekki. „Með þrautseigju sigrum við“, voru einkunn- arorð ættar hans, og hann sýndi líka í verki, hvernig menn geta ráðið örlögum sínum. Hinn 15. maí var bátnum ýtt aftur á flot og siglt inn Há- konarfjörð, til þess að leita að heppilegri lendingarstað. Wors- ley skrifar í dagbók sína: „Við undum upp segl í hægum vest- anvindi ög sigldum frá strönd- inni. Sólin skein í heiði ag við vorum hinir vonbeztu. : Inni í firðinum fuhdum við góðaii upp- sátursstað, og eftir fjögurra klukkustuhda erfiði vorum'Við búnir að draga bátinn á land. 100
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.