Úrval - 01.06.1957, Qupperneq 106
„MEÐ ÞRAUTSEIGJU SIGRUM VIÐ"
ÚRv'-uL
gleyradum atburðum úr forgarði
dauðans; eftir var aðeins ánægj-
an yfir uiínu afrfeki. •'
Göngunni var haldið áfram.
Eftir þrjátíu og einnar klukku-
stundar ferð stóðu þeir félagar
á f jallsbrúninni fyrir ofan Húsa-
víkina og sáu lítinn hvalveiði-
bát'korna Siglandi inn til hval-
bræðshistöðvarinnar. En spöl-
urinn, sem eftir var, var engan
veginn hættulaus.' Það mUnaði
minnstu að þeir drukknuðu allir
í stöðnvatni, sem er þarna uppi
á fjatlinu. Hamrabeitin í hlíð-
inni fyrir ofan Straumnesfjörð
voru huiin klaka og eina leiðin
var áð icomast niður gljúfur,
sem jökulá hafði grafið. Allt í
einú heyrðist fossniður, það var
20 metra hár foss í gljúfrinu
og þeir urðú að freista þess að
komkst niður með fossinum.
Þeir bundu kaðalinn við stein
í ánni og iétu sig svo síga nið-
ur í ísköldum vatnsflaumnum.
Shackleton skýrir frá þessum
síðústu erfiðléikúm þeirra á
þessa leiði „Fyrir neðan fossinn
var-áuð jörð. Við skildum kað-
alinn eftir. Leiðarbókina, öxina
suðutækið höfðum Við vafið inn
í peysur okkar og kastað niður,
áður en við lögðuxn í fossinn.
Þetta voru einu hlútir-nir, auk
geghvotu fatanha okkar, sem
við -attum eftir úr heimskauts-
lei'ðáhgrinum. Fyrir hálfu öðru
ári hofðum við lagt af stað á
traustu skipi, með mikinn út-
búnað; ’-og fullif • bjartsýni. Nú
vóru þessir fáu- hlutir aleiga
okkar en við vorum auðugir að
minningum. Við höfðum þjáðzt,
soltið og hrósað sigri, örþreytt-
ar hendur okkar höfðu kreppzt
um árarnar, við höfðum þrosk-
ast af stórfengleik viðburðanna.
Við höfðum litið guð í almætti
hans og hlustað á raust náttúru-
aflanna. Við höfðum séð manns-
sálina í allri sinni nekt.“
Þegar þeir nálguðust byggð-
ina, hittu þeir tvo drengi, og
spurðu þá hvar stöðvarstjórinn
ætti heima. Drengirnir störðu
óttaslegnir á hina torkennilegu
menn og lögðu síðan á flótta,
án þess að segja orð. Næst varð
öldungur á vegi þeirra, hann
glápti á þá eins og hann hefði
séð sjálfan fjandann, og var
síðan horfinn.
„Þetta voru ekki vingjarn-
legar móttökur", skrifar Shack-
leton. „Svo komum við að
birgðaskemmu, en maðurinn,
sem þar var á verði, lagði ekki
á flótta. Ég spurði hvort Sorlle
kapteinn væri staddur þarna.
„Já,“ sagði hann og starði á
okkur.
„Við þurfum að tala við
hann,“ sagði ég.
„Hverjir eru þið,“ spurði
hann.
„Við erum skipreika menn og
komum yfir fjöllin.“
„Komuð þið yfir f jöllin ?“
sagði hann og það var tor-
tryggni í röddinni.
Hann gekk í áttina til skrif-
stofUniiar og við eltum hann.
Sfeinna frétti ég, að hann hefði