Verzlunartíðindi - 01.08.1962, Blaðsíða 1

Verzlunartíðindi - 01.08.1962, Blaðsíða 1
ÚTGEFANDI : KAUPMANNASAMTÖK ÍSLANDS Verzlunartíðindin áttu nýlega tal við dr. Jón Sigurðsson borgarlœkni og fulltrúa hans um samskipti heilbrigðiseftirlitsins og kaupmanna. Niðurstöður samtalsins birtast hér á eftir í prem spurningum og svörum við peim ]) Margir kaupmenn kvarta undan pví, að heilbrigðiseftirlitið geri óbilgjarnar kröfur og oft nánast smásmugulegar varðandi frágang og umgengni í sölu- búðum og kjötvinnslustöðum. Og ýms- ir fullyrða að slíkar kröfur hér gangi oft lengra en til þekkist í öðrum lönd- um. Verzlunartíðindin spyrja því: Eru gerðar strangari kröfur í þessum efn- um hér á landi, eða sérstaklega í Reykja- vík, en annars staðar? SVAR: Við gerum sízt meiri kröfur en gerðar eru í flestum löndum Norður-Evrópu. Hins veg- ar erum við sjálfsagt strangari hér en starfs- bræður okkar í löndum, þar sem hollustu- hættir og menningarástand er á lægra stigi en við viljum telja okkur vera á. í þessu sambandi má ekki gleyma því, að yfir 90% af útflutningsvöru okkar eru mat- væli. En eins og kunnugt er, eigum við fullt í fangi með að vera samkeppnisfærir í vöru- vöndun, og má sízt af öllu slaka á kröfum, sem nú eru gerðar varðandi tilbúning og með- ferð matvæla. Þér minntust á, að kaupmenn kvörtuðu undan óbilgjörnum og smásmugulegum kröf-

x

Verzlunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.