Verzlunartíðindi - 01.08.1962, Page 11
þó niðurstöður hafi ekki verið birtar. Verðlagsnefnd
mun hafa fjallað um skýrslu verðlagsstjóra um þróun
verðlagsins að þessu leyti, en það er augljóst mál, að
um misnotkun af hálfu kaupmanna eða smásöluverzl-
unarinnar getur ekki verið að ræða. Þrátt fyrir þann
drátt, sem á þessum málum hefur orðið, verðum við að
treysta því, að lausn fáist mjög bráðlega og að sú lausn
verði byggð á sanngirni.
Þrátt fyrir það, að þessum áfanga hafi verið náð á
síðasta ári í baráttu okkar fyrir afnámi verðlagsákvæð-
anna, verðum við að vera þess minnug, að hér er að-
eins um fyrsta áfanga að ræða á þeirri leið að fá öll
verðlagshöft numin úr gildi. Með aukinni efnahags-
legri samvinnu við önnur frjáls ríki Vestur-Evrópu er
okkur ekki lengur stætt á að hafa gildandi löggjöf,
sem leggur atvinnuvegum jafn mikil höft sem verð-
lagslöggjöf okkar. Það verður því brýnt verkefni næstu
stjórnar að halda áfram þessari baráttu.
Tollalækkanir.
í sambandi við þá vöruflokka, sem teknir voru und-
an verðlagsákvæðum með auglýsingu verðlagsstjóra frá
31. ágúst, lét ríkisstjórnin það einnig í veðri vaka, að
jafnframt þeirri ráðstöfun yrði um haustið, eftir að
Alþingi væri komið saman, lagt fram frumvarp um
lækkun aðflutningsgjalda á þeim vörutegundum, sem
undanþegnar væru verðlagsákvæðum, og væri með því
stefnt að því að vöruverð gæti lækkað þrátt fyrir frelsi
álagningarinnar. Vissulega bar að fagna þeirri við-
leitni, sem ríkisstjórn með því vildi sýna. I sambandi
við þá fyrirhuguðu lækkun á aðflutningsgjöldum lét
skrifstofa samtakanna safna ýmsum skýrslum um verð-
lagsmyndunina bæði hér og erlendis. Voru síðan unn-
in úr þeim skýrslum línurit og stuðlar, sem sýndu á
mjög glöggan hátt hvernig verðlagsmyndunin hafði
verið. Kom þar mjög Ijóslega fram, hversu stóran hluta
af vöruverðinu ríkið krafði í sinn hlut, en hann var
oft á tiðum jafn mikill eða meiri en allir aðrir aðilar
til samans fengu. Aðflutningsgjaldalækkunin kom til
framkvæmda skömmu fyrir áramótin, eða í nóvember-
mánuði. Þessi lækkun aðflutningsgjalda hlaut óhjá-
kvæmilega að leiða til verulegra útgjalda verzlunar-
innar vegna þeirra vörubirgða, sem fyrir voru í land-
inu og aðflutningsgjöld fengust ekki endurgreidd af.
Hins vegar má þó segja, að þrátt fyrir þá fórn er
verzlunin með því varð að færa, hafi hún verið sárs-
aukaminni en margar aðrar, einkum þegar haft er í
huga, að með tollalækkun þessari er gerð stefnubreyt-
ing í þessum málum. Auk þess hafði eins og áður
segir álagningin verið gefin frjáls á ýmsar af þessum
vörutegundum, þannig að þeim skaða, sem verzlunin
varð fyrir í bili, varð miigulegt að bæta að einhverju
leyti með tímanum. En sá galli var þó á gjöf Njarðar,
að undir þessa tollalækkun komu einnig ýmsar vöru-
tegundir sem ekki höfðu verið gefnar frjálsar frá verð-
lagsákvæðum. Þar var byrðin lögð með tvöföldum
þunga á verzlunina, því í fyrsta lagi varð hún að
lækka verð allra vörubirgða sinna til samræmis við
það verð sem var á hinni nýju vöru, jafn óðum og
hún kom til landsins, en í annan stað þá skirrtist
verðlagsskrifstofan og verðlagsyfirvöld við að leiðrétta
þá álagningu og hækka, eftir því sem verðlagsgrund-
völlurinn lækkaði. Það hefur verið stefna verðlags-
yfirvaldanna undanfarin ár, í hvert sinn sem verðlags-
grundvöllurinn hefur hækkað, að skera niður álagn-
ingu til samræmis við hækkunina, þannig að verzlun-
in skyldi fá sama krónufjölda eftir sem áður í sinn
hlut. Það hefði því verið rökrétt afleiðing af þessari
stefnu verðlagsyfirvaldanna, að hækka sjálfkrafa álagn-
inguna á þeim vöruflokkum, sem þannig var ástatt
um, um leið og verðlagsgrundvöllur þeirra lækkaði.
Um það var af hálfu Kaupmannasamtakanna gerð
krafa þegar eftir að lögin öðluðust gildi, en þrátt fyrir
ítrekaðar tilraunir af okkar hálfu hafa erindi þar um
ekki fengið endanlega afgreiðslu.
Skattamálanefnd atvinnuveganna.
I hinni sameiginlegu skattamálanefnd eiga sæti
fulltrúar frá öllum heildarsamtökum atvinnurekenda.
Engin mál virðast hafa verið send nefndinni til um-
sagnar fyrr en í marzmánuði s.l., er frumvarp til laga
um tekjustofna sveitarfélaga, sem þá var nýlagt fram
á Alþingi, var lagt fyrir á fundi hennar 19. marz. Hélt
nefndin allmarga fundi um þetta mál. Það sem
einkum vakti athygli fulltrúa Kaupmannasamtakanna
við frumvarp þetta var sú hætta, sem verzluninni virt-
ist búin af ákvæðum 9. og 10. greinar frumvarpsins,
það er að segja um aðstöðugjöld. Eins og kunnugt er
koma aðstöðugjöldin í stað veltuútsvaranna áður, en
eins og frumvarpið var í upphafi virtist vera mjög lítil
bót að breytingunni. Virtist sá einn vera munurinn á
Ódýru
kai’Smannaskómir
„ROMANOEXPORTu
svartir og brúnir
komnir aftur.
Verð kr. 293.50.
Skóverzlun Pétur Andrésson i:
Laugavegi 17 - Framnesvegi 2.
--------—--------------—----------j
VERZLUNARTÍÐINDIN
59