Verzlunartíðindi - 01.08.1962, Side 18

Verzlunartíðindi - 01.08.1962, Side 18
sem eiga hlut að máli. Það vill stundum verða nokk- uð torsótt mál að skapa algera samstöðu um, hvaða mönnum stjórn bankans skuli skipuð. I ár var um stjórnarkjör bankans haft mjög víðtækt og náið sam- starf á milli okkar samtaka og þeirra samtaka annarra, sem aðild eiga að bankanum og varð árangurinn sá, að núverandi bankaráð var kjörið með þeim mikla meirihluta, sem raun ber vitni og verður það að telj- ast bankanum ómetanlegt veganesti, þegar hægt er að veita honum stjórn, sem svo mikill meirihluti samtakanna stendur að. Sumarfagnaður K.í. Stjórn samtakanna bryddaði upp á þeirri nvbreytni að efna til árshátíðar samtakanna í formi sumarfagn- aðar og var til hans efnt í veitingahúsinu Lídó liinn síðasta vetrardag. Að þessu sinni bar síðasta vetrardag að með þeim hætti, að hann var miðvikudagur fyrir skírdag, en síðasti dagur fyrir páska er mjög mikill annadagur kaupmanna og þá einkum og sér í lagi þeirra sem verzla með matvörur og kjötvörur, en þeir eru verulegur hluti okkar meðlima. Það var því með hálfum huga að við áræddum að efna til þessa sumar- fagnaðar að þessu sinni, en ákveðið var að láta þetta ekki koma í veg fyrir framgang málsins og var sumar- fagnaðurinn haldinn eins og til var stofnað. Það er óhætt að segja, að sumarfagnaðurinn hafi tekiztmeð af- brigðum vel, þátttaka var ágætúrvel flestum sérgreina- félögunum og almannarómur, að skemmtunin hafi far- ið hið bezta fram og verið öllum til ánægju, enda var til hennar vandað á ýmsan hátt. Má í því sambandi fyrst og fremst geta tízkusýninga, bæði á karl- og kven- fatnaði, en tvö af meðlimafyrirtækjum samtakanna, tízkuverzlunin Guðrún og Herradeild P & O, stóðu fvrir þessum dagskrárlið, sem þótti takast með mikl- um ágætum. Ef áframhald verður á slíkum sumarfagn- aði, sem ég vonast til og tel nauðsynlegt að verði, held ég að ekki sé nokkrum vafa bundið, að tízku- sýningar á vor- og sumarfatnaði hverju sinni séu sjálf- sagður liður á slíkum sumarfagnaði og kemur þá röð- in að sjálfsögðu að öðrum fyrirtækjum á næsta ári, og svo koll af kolli, þannig að hin ýmsu fyrirtæki innan samtakanna, sem á þessu kunna að hafa áhuga, fái tækifæri og möguleika til að sýna getu sína í þessu efni. A þessum sama fagnaði fór fram dráttur í happdrætti því, sem áður er getið til styrktar húsbygg- ingarsjóðnum ög hinn lánsami, sem eignaðist bílinn, reyndist vera bókaverzlun Þorsteins Johnsons í Vest- mannaeyjum. Þótt hinn heppni hafi ekki verið við- staddur um kvöldið, vona ég að hann hafi notið vinn- ingsins í ríkum mæli og fer vel á því, þegar samtökin efna til fjáröflunar í líku eða svipuðu sniði og gert var í þetta skiptið, að útdráttur á hinum veglega vinningi fari fram á sumarfagnaðinum hvert sinn. Að undir- búningi sumarfagnaðarins aðstoðuðu stjórnina ungir og dugandi meðlimir, sem ekki skal farið út í að nafn- greina hér sérstaklega, en þeim færi ég beztu þakkir fyrir þeirra ágætu aðstoð og vænti þess að samtökin fái að njóta aðstoðar þeirra áfram þegar þau þurfa á að halda. Fjársöfnun vegna sjóslysa. Á s. 1. vetri tóku samtökin að sér að hafa forystu um og síðan víðtækt samstarf um mál, sem ekki á sér sinn líka í sögu Kaupmannasamtakanna. Það var í sam- bandi við hina miklu fjársöfnun, sem efnt var til fyrir forgöngu biskupsins og með aðstoð margra annarra mætra manna til hjálpar og stuðnings því fólki, sem varð fyrir þeirri þungbæru raun að missa aðstandend- ur sina í hinum miklu og sorglegu sjóslysum, sem Unga fólkið, sem aðstoðaði við tízkusýninguna á sumarfagnaði K. í. 1962. 66 VERZLUNARTÍÐINDIN

x

Verzlunartíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.