Bókatíðindi - 01.12.2005, Page 3
Enn koma bókajól
Bókatíðindi eru einn af boðberum jólanna. Þau
bera vitni gróskumikilli bókaútgáfu og að bækur
eru enn sem fyrr ein vinsælasta jólagjöf landsmanna.
Það blæs því byrlega hjá bókaunnendum þetta árið:
Urvalið mikið og upplagt að skoða það vandlega hér
á síðunum því það bregst aldrei að finna má góða
gjöf ef valið er vandað.
íslensk bókaútgáfa er að stærstu leyti borin uppi af
einkafyrirtækjum, hún er samkeppnisatvinnuvegur.
Það er í raun stórmerkilegt þegar haft er í huga að
flest lítil málsamfélög hafa ekki burði til að standa
: undir öflugri bókaútgáfu nema til komi almannafé.
Hið opinbera hefur til að mynda um langt skeið treyst
einkareknum bókaútgáfum fyrir því að sjá öllum fram-
haldsskólanemendum á íslandi fyrir kennsluefni. Með
styttingu náms á framhaldsskólastigi er mikilvægur
hluti þessarar útgáfu nú færður frá einkafyrirtækjum
til Námsgagnastofnunar þar sem grunnáfangar fram-
haldsskóla verða framvegis kenndir á grunnskólastigi.
Þetta er á skjön við almenna þróun í atvinnulífi lands-
manna og í mótsögn við stefnu stjórnvalda. Vonandi
verður umræða um styttingu framhaldsskólanáms til
þess að útgáfa alls kennsluefnis verði falin íslenskum
bókaútgáfum og tilverugrundvöllur þeirra þar með
styrktur enn frekar. Árum og áratugum saman hafa
bókaútgefendur í félagi við höfunda barist fyrir því að
þeirra skerfur til íslenskrar þjóðmenningar og íslenska
þekkingarsamfélagsins verði metinn meira en tákn-
rænt, heldur einnig til fjár. Áfangi náðist í þeim efnum
þegar menntamálaráðherra ákvað nú fyrir skemmstu
að leggja fram frumvarp á alþingi sem miðar að því
að einfalda styrktarsjóði bókaútgáfunnar. Vonir eru
bundar við að nútímalegri starfshættir verði teknir
upp við umsýslu þeirra takmörkuðu fjármuna sem
ríkið ætlar til styrkingar íslenskri bókaútgáfu. Vonandi
verða fleiri stór skref stigin á næstunni í þá veru að
gera íslenskum bókaútgefendum auðveldara að rækja
markmið sín: Að efla íslenska bókmenningu og stuðla
að menntun, upplýsingu og útbreiðslu þekkingar á
móðurmáli okkar - íslenskunni.
Islenskir bókaútgefendur óska öllum landsmönnum
gleðilegra bókajóla og velfarnaðar og farsældar á
komandi ári.
F.h. Félags íslenskra bókaútgefenda,
Benedikt Kristjánsson
Leiðbeinandi verð
„Leiðb.verð" í Bókatíðindum 2005 er áætlað
útsöluverð í smásölu með virðisaukaskatti.
íslenskar barna- og unglingabækur 2
Þýddar barna- og unglingabækur 16
íslensk skáldverk 50
Þýdd skáldverk 80
Ljób 112
Listir og Ijósmyndir 118
Fræði og bækur almenns efnis 122
Saga, ættfræði og héraðslýsingar 176
Ævisögur og endurminningar 182
Handbækur 200
■ Hljóðbækur 212
Matur og drykkur 216
Höfundaskrá 218
Bóksalar 225
Útgefendur 226
Titlaskrá 229
BÓKATÍÐINDI 2005
Útgefandi: Félag íslenskra bókaútgefenda Barónsstíg S 101 Reykjavík Sfmi: 511 8020, fax: 511 5020
Netf.: baekur@mmedia.is
FÉLAG ISLENSKRA BÓKAÚTGEFENDA Vefur: www.bokautgafa.is
Hönnun kápu: Kristín Eva Ólafsdóttir, nemandi á 1. ári í grafískri hönnun við Listaháskóla íslands, gerði kápuna
Ábm.: Benedikt Kristjánsson
Upplag: 109.000
Umbrot, prentun og bókband: Prentsmiðjan Oddi hf.
Dreifing: íslandspóstur hf.
ISSN 1028-6748