Bókatíðindi - 01.12.2005, Page 11
ARI TRAUSTI GUÐMUNDSSON
LEIÐIN
AÐ HEIMAN
'rt
Paul McCartney
1 PhiHp Ardagn
Geoff DunbatogPhi
Þrjár góðar
^ frá Uppheimum
ll) Falleg bók sem gleður börnin
Ikorninn Villi neyðist til að yfirgefa Skógarlandið þegar
illyrmið Gretta eyðileggur það. Villi heldurtil Stóruborgar
og þar strengir hann þess heit að finna ævintýralandið
Dýrland, þar sem sagt er að öll dýr lifi saman frjáls og
laus við ótta. Honum til hjálpar koma froskurinn Froggi
og kjarkmikla íkornastelpan Vilhelmína. Saman hefjast
þau handa um að frelsa öll dýr Stóruborgar úr ánauð og
flytja þau til Dýrlands.
Hér taka saman höndum bítillinn Paul McCartney,
teiknarinn Geoff Dunbar og háðfuglinn Philip Ardagh og
búa til ríkulega myndskreytt ævintýri með spennandi,
fyndinni og hraðri atburðarás. Kristín Thorlacius þýðir.
(j) Litbrigðarík og fögur skáldsaga
Ástvin er tólf ára. Fjölskylda hans berst við erfiðleika, hann á í basli
með skólann og verður fyrir einelti. Sumarlangt dvelur hann fyrir vestan
hjá Enok, listamanni sem þykir fara ótroðnar slóðir. Um haustið er
Ástvin orðinn læs - og á ýmislegt fleira en bækur.
Ari Trausti Guðmundsson sendir hér frá sér sína fyrstu skáldsögu. Hún
er eins og landið, litbrigðarík og fögur en undir niðri ólgar sjóðheit
kvika.
(!) Áleitin, spennandi og hugljúf
Tilvera Winnie Foster breytist snarlega á einum degi; henni er rænt,
hún kemst að skelfilegu leyndarmáli Tuckfólksins og heyrir hljóðið
þegar skeftið á haglabyssu skellur á hnakka ...
Sagan um Fólkið sem gat ekki dáið hefur unnið hug og hjarta allra
þeirra sem hafa lesið hana, hver sem aldurshópurinn er. Bókin er allt
í senn, spennandi, hugljúf, áleitin og sorgleg. Stíll Natalie Babbitts,
kliðmjúkur og myndríkur, nýtur sín til fullnustu í þýðingu Gyrðis
Elíassonar.
(!)
uppheimar www.uppheimar.is
NATAUE BABBITT
FÓLKIÐ
SEM GAT EKKI DÁIÐ
GYRÐIR ELlASSON
ÞÝDDI