Bókatíðindi - 01.12.2005, Side 40
BÓKATÍÐINDI 20 (15
Þýddar barna- og unglingabækur
fræga um Mjallhvít og dverg-
ana sjö. En á hverri hægri
síðu bókarinnar eru púslu-
spil, sem eru hluti sögunnar
- já, 6 púsluspil.
Setberg
ISBN 9979-52-326-3
Leiðb.verð: 1.350 kr.
^3fflga«gp<9|« RAPÐHI nm /yj
Jílfg
SETBERG ^
Saga og púsluspil:
RAUÐHETTA
Þýð.: Þóra Bryndís
Þórisdóttir
Ævintýrið þekkta um Rauð-
hettu og úlfinn má lesa á
vinstri blaðsíðunum, en svo
eru 6 púsluspil á hægri síð-
um bókarinnar, sem líka eru
skemmtilegur hluti ævin-
týrsins.
Setberg
ISBN 9979-52-327-1
Leiðb.verð: 1.350 kr.
SILFURVÆNGUR
Kenneth Oppel
Þýð.: Rúnar H. Vignisson
Skuggi er ung leðurblaka,
stubburinn í nýlendunni.
Hann er ákveðinn í að
sanna sig á hinu langa og
hættulega ferðalagi suður í
Vetrarhíði, milljónir vængja-
slátta í burtu. í óveðri hrekst
hann út yfir sjóinn, burt frá
fjölskyldu og vinum og því
lífi sem hann þekkir.
Hræddur og einmana tekst
hann á hendur makalausa
ferð til að hafa uppi á
nýlendunni ...
Höfundur hefur hér skap-
að óvenjulega söguhetju sem
ferðast á nóttunni og sér
bæði með augum og eyrum.
En það er freistandi að gægj-
ast aðeins á sólina.
Æsispennandi bók sem
hefur hlotið ótal verðlaun.
233 bls.
Cræna húsið
ISBN 9979-9727-1-8
Leiðb.verð: 2.680 kr.
SKÚLI SKELFIR
Skúli skelfir hefnir sín
Skúli skelfir og bölvun
múmíunnar
Francesca Simon
Þýð.: Cuðni Kolbeinsson
Sögurnar um Skúla skelfi
hafa sannarlega slegið í gegn
og nú eru komnar tvær nýjar
bækur um grallarann mikla.
Hann lendir stöðugt í óvænt-
um ævintýrum. Óborganleg
skemmtun fyrir krakka á aldr-
inum 5-9 ára.
96 bls.
JPV útgáfa
ISBN 9979-791-24-1/-25-X
Leiðb.verð: 990 kr. hvor
bók. Kilja
SOFÐU VÆRT KATA
Skínandi tungl og stjarna
ásamt spiladós
FrédériqueTugault
Myndir: France Brassard
Útlit: Isabel Lafleur
Þýð.: Sigrún Á. Eiríksdóttir
Um leið og börnin fylgjast
með sögunni af Kötu kanínu-
unga hafa þau yndi af að
hlusta á lagið og horfa á
tunglið og stjörnuna skína!
Krydd í tilveruna ehf.
ISBN 9979-9496-3-5
Leiðb.verð: 1.540 kr.
SPIDERWICK-
SÖGURNAR 1
Leiöarvísirinn
Tony DiTerlizzi
Holly Black
Þýð.: Böðvar Guðmundsson
Þrír venjulegir krakkar, Jared,
Simon og Mallory Grace,
hafa farið inn í annan heim,
án þess að yfirgefa þennan.
Tveir frábærir höfundar, met-
söluhöfundurinn Tony Di-
Terlizzi og Holly Black hafa
lagt allt í sölurnar til að
draga þessa ótrúlegu atburði
fram í dagsljósið. Búálfar,
svartálfar, tröll og huldufólk
koma við sögu í þessu
æsispennandi ævintýri.
Þessi heimur er nær en þú
heldur.
128 bls.
Skrudda
ISBN 9979-772-51-4
Leiðb.verð: 1.990 kr.
SPIDERWICK-
SÖGURNAR2
Steinn meö gati
Tony DiTerlizzi
Holly Black
Þýð.: Böðvar Cuðmundsson
Þrír venjulegir krakkar, Jared,
Simon og Mallory Grace,
hafa farið inn í annan heim,
án þess að yfirgefa þennan.
Tveir frábærir höfundar, met-
söluhöfundurinn Tony Di-
Terlizzi og Holly Black hafa
lagt allt í sölurnar til að
draga þessa ótrúlegu atburði
fram \ dagsljósið. Búálfar,
svartálfar, tröll og huldufólk
koma við sögu í þessu æsi-
spennandi ævintýri.
Þessi heimur er nær en þú
heldur.
128 bls.
Skrudda
ISBN 9979-772-52-2
Leiðb.verð: 1.990 kr.
38