Bókatíðindi - 01.12.2005, Qupperneq 58
íslensk skáldverk
ofurhuga og kvennagulls
sem lætur sér ekki segjast og
gefst ekki upp fyrr en í fulla
hnefana.
268 bls.
JPV útgáfa
ISBN 9979-791-05-5
Leiðb.verð: 4.680 kr.
spurningar um drifkraft
manneskjunnar, böndin á
milli okkar og sjálfa lífs-
gleðina.
201 bls.
Græna húsið
ISBN 9979-9727-0-X
Leiðb.verð: 3.550 kr.
FEIGÐARFLAN
Rúnar H. Vignisson
Skáldið Egill Grímsson hefur
tekið ákvörðun um að stytta
sér aldur. Framkvæmdin
vefst þó fyrir honum og í leit
að stund og stað ferðast
hann á tveimur sólarhring-
um um líf sitt, land og ís-
lenska samtímamenningu.
Yfir öllu vokir kynleg feigð,
eins og sveitir jafnt sem
sjávarpláss riði til falls, og á
köflum er engu líkara en
íslenska þjóðin sé vegalaus
eftir valdatöku jeppakyn-
slóðarinnar.
Um þetta hrikalega lands-
lag, sem þó er fullt af litríku
fólki og spaugilegum uppá-
komum, ferðast lesandinn
með laskaðan áttavita sögu-
hetjunnar sér til halds og
trausts. Á leiðinni vakna
FORÐIST OKKUR
Hugleikur Dagsson
Með ofur einföldum mynd-
um og sögum tekst Hugleiki
á óvæntan og áhrifamikinn
hátt að beina sjónum okkar
að margskonar meinsemd-
um í samskiptum fólks,
brengluðu gildismati og
hættulegum siðferðislegum
doða og afskiptaleysi. Sögur
hans eru eins og Ijósmyndir
úr lífi fólks og hann lætur
lesendum eftir að fylla upp í
eyðurnar. Foröist okkur inni-
heldur þrjú bráðsmellin verk
sem áður hafa komið út á
vegum höfundarins en verið
ófáanleg um nokkurt skeið.
224 bls.
JPV útgáfa
ISBN 9979-791-16-0
Leiðb.verð: 1.990 kr.
I
/4éw*tedi
FÓLKIÐ í KJALLARANUM
Auður Jónsdóttir
Fólkið í kjallaranum fjallar
um Klöru sem ólst upp við
frjálslyndi hippaforeldra og
átti skrautlega æsku, en er
nú í sambúð með ungum
manni á uppleið. Ákveðin
atvik verða til þess að hún
gerir upp við hugsjónir for-
eldranna, jafnframt því sem
hún tekst á við gildismat eig-
in kynslóðar. Um leið upp-
götvar hún nýjar hliðar á
sjálfri sér og eigin lífi.
Auður Jónsdóttir fékk
íslensku bókmenntaverð-
launin árið 2005 fyrir Fólkið
í kjallaranum.
290 bls.
EDDA útgáfa
Mál og menning
ISBN 9979-3-2591-7
Leiðb.verð: 1.799 kr. Kilja
FRÆGASTI MAÐUR í
HEIMI
Kristjón Kormákur
Guðjónsson
Tómas Jónsson er nútíma-
maður í vestrænum heimi.
Líf hans sýnist eftirsóknar-
vert, hann er að leika í raun-
veruleikaþætti um sjálfan
sig, umvafinn sjónvarps-
stjörnum og stendur í stöð-
ugu netsambandi við fræga
leikara, þjóðlei khússtjóra,
forsætisráðherra, biskubinn,
poppstjörnur og rithöfunda.
Textinn í þessari bók er sam
bland af ruddaskap og fín-
legheitum, húmor og því
alvarlega, játningum og
afneitun, heild og brotum,
samúð og skeytingarleysi.
218 bls.
ISABELLA
ISBN 9979-70-059-9
Leiðb.verð: 3.490 kr.
GLAPRÆÐI
Skemmtisaga
Eiríkur Bergmann Einarsson
Þórður Kjartansson er traust-
ur embættismaður í þjón-
ustu ríkisins. Á sólríkum
föstudegi rennur upp fyrir
honum að líf hans er blekk-
ing. Hann kastar öllu frá sér
og heldur á vit ævintýranna.
I bríaríi greinir hann frá við-
kvæmu hneykslismáli sem
skekur efstu lög þjóðfélags-
ins og allt fer í bál og brand.
Skyndilega beinist miskunn-
arlaust kastljós þjóðmál-
anna að Þórði sem þarf að
56