Bókatíðindi - 01.12.2005, Blaðsíða 60
íslensk skáldverk
eiga við spillta stjórnmála-
menn, barkonur, æsiblaða-
menn og strætisróna um
leið og hann þarf að stokka
upp eigið líf og fóta sig í
nýju umhverfi.
í þessari gráglettnu
skemmtisögu er dregin upp
skopleg mynd af baksviði
íslenskra stjórnmála og til-
vistarkreppu nútímamanns-
ins sem í ráðleysi ráfar um í
borgarfrumskóginum án þess
að vita hvers hann leitar.
166 bls.
Skrudda
ISBN 9979-772-49-2
Leiðb.verð: 4.280 kr.
Goðheimar bernskunnar
GOÐHEIMAR
BERNSKUNNAR
Einar Már Guðmundsson
Riddarar hringstigans
Vængjasiáttur íþakrennum
Eftirmáli regndropanna
Hinn vinsæli Reykjavíkur-
þríleikur Einars Más um lífið
í nýreistu og ómótuðu hverfi
í Reykjavík. Þar getur allt
gerst, raunsæi og hugarflug
vegast á og lýst er jöfnum
höndum hversdagslegu I ffi
sem undrum og stórmerkj-
um.
Þessar sögur, sem allar
hafa komið út á fjölmörgum
tungumálum og hlotið góð-
ar viðtökur, mörkuðu tíma-
mót í íslenskri sagnagerð.
Nú loksins fáanlegar í einni
bók.
„Heillandi og öðruvísi ný
rödd úr óvæntri átt." lan
McEwan
579 bls.
EDDA útgáfa
Mál og menning
ISBN 9979-3-2683-2
Leiðb.verð: 3.290 kr.
Bragi ólafsson
GÆLUDÝRIN
GÆLUDYRIN
Bragi Ólafsson
Að segja já eða nei er ekki
eins auðvelt og maður
ímyndar sér oftast. Þetta er
grátbrosleg saga um hinn
mikla harmleik sem líf okk-
ar er. Bókin var tilnefnd til
íslensku bókmenntaverð-
Iaunanna2001 ogMenning-
arverðlauna DV.
248 bls.
Bjartur
ISBN 9979-788-10-0
Leiðb.verð: 1.790 kr. Kilja
HAUSTGOTASAGA
Semingur
Haustgotasaga gerist í byrjun
18. aldar og segir örlagasögu
af fólki og hestum í Skálholti
og næsta nágrenni.
Söguleg skáldsaga skrifuð
í léttum og skemmtilegum
stíl og hentar þannig jafnt
ungum sem öldnum. Höf-
undur sem skrifar undir dul-
nefninu Semingur er sjálfur
hestamaður sem búsettur
hefur verið í uppsveitum
Árnessýslu undanfarin 50 ár.
280 bls.
Bókasmiðjan Krummi
Dreifing: Bjartur
ISBN 9979-788-07-0
Leiðb.verð: 2.980 kr.
Mcimsins hc*sfi hint^ó.iri
l I mrjor tontí;uero dc*l mundo
HEIMSINS BESTI
TANGOARI
£/ mejor tanguero
del mundo
Kristín Bjarnadóttir
„Ný lögmál voru tekin að
ráða. Ég veit ekki hvað varð
af þyndarlögmálinu ..."seg-
ir í smásögu Kristínar Bjarna-
dóttur sem gerist á dansgólfi
í Buenos Aires og lýsir arg-
entínskri tangónótt sem
breytist í brot úr töfrum.
Bókin er tvítyngd með
spænskri túlkun eftir Kristinn
R. Ólafsson.
40 bls.
Lyng
Dreifing: kristinbjarna
ISBN 9979700548
Leiðb.verð: 1.990 kr.
HEIMSINS HEIMSKASTI
PABBI
Mikael Torfason
Marteinn Máni er nútíma-
maður á niðurleið, þriggja
barna faðir í Þingholtunum.
Hann er hamingju- og
öryggisfíkill, hefur átt erfiða
æsku og ber ör á sál og lík-
ama. Foreldrar hans eru af
hippakynslóðinni, en sjálfur
tilheyrir hann kynslóð sem
sífellt á að vera hress, á
framabraut og í góðu formi.
Marteinn Máni er hins vegar
ekkert af þessu.
Heimsins heimskasti pabbi
er fyndin, tregafu11 og bein-
skeytt saga um ást og ást-
leysi, og jafnframt snörp
ádeila á nútímasamfélag.
Hún kom fyrst út árið
2000, hlaut góðar viðtökur
og var meðal annars tilnefnd
til Bókmenntaverðlauna
Norðurlandaráðs og Menn-
ingarverðlauna DV.
218 bls.
EDDA útgáfa
Forlagið
ISBN 9979534761
Leiðb.verð: 1.799 kr. Kilja
58