Bókatíðindi - 01.12.2005, Síða 76
íslensk skáldverk
• D I 2 0 0 5
VALKYRJUR
Þráinn Bertelsson
Þegar Freyja Hilmarsdóttir
er myrt hverfur handrit að
bók sem hún er að skrifa en
það inniheldur berorðar frá-
sagnir fyrrverandi eigin- |
kvenna þekktra manna, I
Magnúsar eiganda Minus ;
Croup og Kjartans sendi- j
herra og fyrrum fjármálaráð-
herra. Rannsóknarlögreglan
tekur til við að rannsaka
málið - og einnig ríkislög-
reglustjóri sem vill finna hið
opinskáa handrit því að þar !
er greint frá umtalaðri rann-
sókn á fjárreiðum Minus
Croup ... Valkyrjurerspenn-
andi sakamálasaga sem fjall-
ar um ísland í dag, um morð,
uppljóstranir, fjárkúgun, eitur-
lyf, stjórnmál og samskipti j
kynjanna. Skyldulesning fyrir I
þá sem unna góðum spennu-
sögum.
332 bls.
JPV útgáfa
ISBN 9979-791-14-4
Leiðb.verð: 4.680 kr.
ARNALDUR
INDRIÐASON
VETRARBORGIN
VETRARBORCIN
Arnaldur Indriðason
A köldum janúardegi er lög-
reglan kölluð að blokk í
Reykjavík þar sem lík hefur
fundist í garðinum. Þetta
reynist vera stálpaður dreng-
ur, dökkur á hörund, sem
liggur á grúfu í blóði sínu,
frosinn fastur við svellið. III-
ur grunur kviknar um skelfi-
legan glæp. Erlendur, Elín-
borg og Sigurður Óli hefja
rannsókn málsins og utan úr
myrkri og hríðarkófi birtast
um síðir staðreyndir sem eru
jafnvel nöturlegri en vetrar-
nótt við heimskautsbaug.
Arnaldur Indriðason nýtur
hylli víða um lönd fyrir
magnaðar og spennandi sög-
ur sínar sem hafa hlotið frá-
bæra dóma og raðað sér á
metsölulista stórþjóða. Hér á
íslandi eru vinsældir hans
gríðarlegar og fara vaxandi
ár frá ári. Vetrarborgin er
níunda skáldsaga hans.
333 bls.
EDDA útgáfa
Vaka-Helgafell
ISBN 9979-2-1890-8
Leiðb.verð: 4.690 kr.
YOSOY
Af líkamslistum og hugarvíli
í hryllingsleikhúsinu vib
Alafoss
Guðrún Eva Mínervudóttir
Á alþjóðlegri ráðstefnu í
Brussel um sársauka hittir
Madame Louise de Roubaix
doktor Ólaf Benediktsson.
Hún hrífst af framgöngu
hans og sér að hann er kjör-
inn til þess að reka vafasöm
erindi hennar á íslandi. í
gamalli lopaverksmiðju við
Álafoss hefur óvenjulegt fjöl-
leikahús búið um sig. Mikl-
ar sögur fara af þeirri óhugn-
anlegu starfsemi sem þar fer
fram og sum atriðin hljóma
líkt og kraftaverk. Leyndar-
hula hvílir þar yfir öllu og
áður en Ólafur veit af er
hann sjálfur orðinn hluti af
sýningunni.
Guðrún Eva Mínervudótt-
ir hefur vakið mikla athygli
fyrír verk sín á undanförnum
árum. Hér er á ferðinni
metnaðarfyllsta skáldverk
hennar til þessa, kraftmikil
skáldsaga um sársauka og
mannlegt eðli, göfugar ástir
og afkáralegar, meðfædda
hæfileika og áunna - saga
um það hvernig menn rækta
þær guðsgjafir sem þeim eru
gefnar.
383 bls.
EDDA útgáfa
Mál og menning
ISBN 9979-3-2692-1
Leiðb.verð: 4.690 kr.
ÞANKAGANGUR
Jón Gnarr
Þankagangur er bók sem
opnar okkur hugarheim
nútímamanns sem virðir fyr-
ir sér lífið um leið og hann
tekur fullan þátt í því. Mörg
hversdagsleg atvik sem við
öll þekkjum verða honum
tilefni til að setja þau undir
sjónarhorn sem er í senn
spaugilegt og grafalvarlegt.
Þannig ýtir hann við vana-
bundnum hugsunum og
skoðunum og fær okkur til
að sjá atburði líðandi stund-
ar í öðru Ijósi. Þar er trúin án
allrar væmni sterkur þáttur
og svo eðlilegur. -
Þankagangur vekur les-
endur til umhugsunar um
eigið líf og kemur öllum í
gott skap. Bók sem hentar
ungum sem öldnum því ekk-
ert er höfundi óviðkomandi.
158 bls.
Skálholtsútgáfan
ISBN 9979-792-06-X
Leiðb.verð: 2.880 kr.
74