Bókatíðindi - 01.12.2005, Síða 88
BÓKATÍÐINDI 200
Þýdd skáldverk
I
DRAUMAVERÖLD
KAUPALKANS
Sophie Kinsella
Þýð.: Ragnheiður
Bjarnadóttir
Hefurðu keypt þér eitthvað
sætt nýlega? Viltu koma í
brjálaða en drepfyndna inn-
kaupaferð með Rebeccu
Bloomwood og fylgjast með
ástum hennar og örlögum?
Sú fyrsta af nokkrum met-
sölubókum um skvísu sem
leynist í okkur öllum.
330 bls.
Salka
ISBN 9979-768-63-0
Leiðb.verð: 1.790 kr. Kilja
Dan Bkown
en.glar
DIOFLAR
iQOO /_____
ENGLAR OG DJÖFLAR
Dan Brown
Þýð.: Karl Emil Gunnarsson
Margföld metsölubók eftir
bandaríska rithöfundinn Dan
Brown. Líkt og í Da Vinci
lyklinum stendur táknfræð-
ingurinn Robert Langdon hér
í ströngu. Hann er boðaður
til Sviss með skömmum fyr-
irvara og falið að rannsaka
vettvang óhugnanlegs morðs
á þekktum vísindamanni.
Fyrr en varir er hann flæktur
inn í aldalangar erjur ka-
þólsku kirkjunnar og leyni-
félagsins llluminati sem hef-
ur í hyggju að valda usla í
sjálfum Páfagarði í Róm.
465 bls.
Bjartur
ISBN 9979-774-99-1
Leiðb.verð: 1.790 kr. Kilja
FALL KONUNGS
Johannes V. Jensen
Þýð.: Atli Magnússon
Myndir: Sikker Hansen
Sögusviðið í verkinu er Dan-
mörk á fyrstu áratugum 16.
aldar, í skugga ógna og styrj-
alda á nkisstjórnarárum Krist-
jáns II. Smám saman tvinnast
saman örlög tveggja óláns-
manna, Mikkels Thögersen,
uppgjafastúdents og mála-
liða, og Kristjáns konungs, á
hinn furðulegasta hátt, í
stríði, ósigri og loks \ ára-
langri, sameiginlegri fanga-
vist. Þessi einstæða saga,
sem býr yfir ótrúlegri stíl-
snilld, er nú álitin ágætasta
verk höfundar síns en hann
hlaut bókmenntaverðlaun
Nóbels árið 1944. Árið 2000
var sagan valin besta danska
skáldsagan á 20. öld.
216 bls.
Skjaldborg
ISBN 9979-57-583-2
Leiðb.verð: 4.480 kr.
Hfiir
MANKELL
FIMMTA KONAN
Henning Mankell
Þýð.: Vigfús Geirdal
Stjörnubjarta nótt fer hæg-
látur gamall maður út til að
fylgjast með brottför far-
fuglanna frá Skáni. Þegar
Kurt Wallander lögreglufor-
ingi kemur á vettvang hang-
ir gamli maðurinn stjaksett-
ur til dauðs á oddhvössum
bambusstöngum. Skömmu
seinna hverfur blómasali
sporlaust og finnst líka líflát-
inn úti í skógi. Kurt Wall-
ander og félögum hans í
lögreglunni í Ystad verður
fljótlega Ijóst að morðin
tengjast og snúast um hefnd-
ir. En aldrei fyrr hefur Wall-
ander átt í höggi við svo
útsmoginn og kaldrifjaðan
morðingja ...
Henning Mankell er einn
vinsælasti rithöfundur heims
um þessar mundir.
570 bls.
EDDA útgáfa
Mál og menning
ISBN 9979-3-2617-4
Leiðb.verð: 1.799 kr. Kilja
FLUGDREKAHLAUPARINN
Khaled Hosseini
Þýð.: Anna María
Hilmarsdóttir
Amir leggur upp í ferð heim
til Afganistan til að gera upp
gamlar syndir, ferð sem gæti
kostað hann lífið en hann
vill bæta fyrir brot sem hann
framdi þegar hann var strák-
ur og hundelt hefur sam-
visku hans alla daga síðan.
Brugðið er upp leiftrandi
myndum af fólki af öllum
stéttum sem þrátt fyrir stríð,
hörmungar og ótrúlega
grimmd yfirvalda hefur ekki
gefið upp vonina um betra
líf. Flugdrekahlauparinn er
ógleymanleg saga því hún
fjallar á einstakan hátt um
mannleg samskipti, vináttu
og svik, ástir og örlög, sak-
leysi og sekt.
303 bls.
JPV útgáfa
ISBN 9979-781-89-0
Leiðb.verð: 4.280 kr.
(sm>
BófcoJpiíð KefLunkuv
86