Bókatíðindi - 01.12.2005, Qupperneq 90
BÓKATÍÐINDI 200S
Þýdd skáldverk
NATALIE BABBITT
FÓLKIÐ
SEMCATEKKIÐÁIÐ
GVRDIK ELÍASSON
ÞÝDOI
FÓLKIÐ SEM GAT
EKKI DÁIÐ
Natalie Babbitt
Þýð.: Gyrðir Elíasson
Þessi saga kom út í Banda-
ríkjunum árið 1975 og hefur
síðan unnið hug og hjarta
allra þeirra sem hafa lesið
hana, hver sem aldurshópur-
inn er. Bókin er allt í senn,
spennandi, hugljúf, áleitin og
sorgleg. Stíll Babbitts, klið-
mjúkur og myndríkur, nýtur
sín til fullnustu í þýðingu
Gyrðis Elíassonar.
137 bls.
Uppheimar
ISBN 9979-9533-8-1
Leiðb.verð: 2.490 kr.
U
’i
Ki
FRIÐLAND
Liza Marklund
Þýð.: Anna R. Ingólfsdóttir
Friðland er sönn örlagasaga,
sjálfstætt framhald af Huldu-
slóð. Saga um ástina og áhrif
áfalla og ógnar á hana. Ung,
landflótta kona hefur nýtt líf
í framandi löndum og sýnir
fádæma dugnað og sigrast á
erfiðleikunum. Spennandi og
lærdómsrík.
409 bls.
ARI útgáfa
ISBN 9979-9014-3-8
Leiðb.verð: 1.790 kr. Kilja
FROST
Roy Jacobsen
Þýð.: Stefán Hjörleifsson
Þrettán ára gamall banar
Gestur Þórhallsson sjálfum
Víga-Styr, einum voldugasta
manni íslands í upphafi 11.
aldar, til að hefna föður síns.
í kjölfarið flýr hann land, fer
til Noregs og hrekst þar yfir
fjöll og heiðar undan fjand-
mönnum sínum. Honum er
kalt, hann verður manns-
bani á ný og er hvergi vært
en fer síðan með mönnum
Danakonungs og Eiríks jarls
í herför til Englands.
Óvenjulega stórbrotið og
skemmtilegt skáldverk byggt
á efni úr Islendingasögum.
Roy Jacobsen er einn
þekktasti rithöfundur Nor-
egs og Frost var tilnefnd til
Bókmenntaverðlauna Norð-
urlandaráðs.
„Stórvirki í stíl og skáld-
skap" ***** (Páll B. Baldvins-
son, DV)
491 bls.
EDDA útgáfa
Mál og menning
ISBN 9979-3-2635-2
Leiðb.verð: 4.990 kr.
FÖR LEWIS
Per Olov Enquist
Þýð.: Halla Kjartansdóttir
Þetta er saga öflugrar fjölda-
hreyfingar sem borin var
uppi af konum sem fundu lífi
sínu tilgang og merkingu á
mögnuðum samkomum þar
sem þær komust í algleymis-
ástand fjarri fátækt, barna-
nauð og eymd hversdagsins.
Leiðtogi hvítasunnuhreyfing-
arinnar, Lewi Petrus, heillaði
þessar konur með kenni-
mennsku sinni og einlægri
trú. Lewi bar hreyfinguna
uppi á viðkvæmum tímum
millistríðsáranna þegarsterk-
ir leiðtogar voru settir á stall
og stóra sannleika veifað á
ýmsum vígstöðvum.
Per Olov Enquist er einn
útbreiddasti rithöfundur
Norðurlanda og þekktastur
hér fyrir Líflækninn. í För
Lewis spinnur hann marga
þræði í magnaðri sögu um
átök, völd og áhrif sem bygg-
ir á sannsögulegum atburð-
um og persónum.
489 bls.
EDDA útgáfa
Mál og menning
ISBN 9979-3-2688-3
Leiðb.verð: 1.799 kr. Kilja
GÁRUÐ VÖTN
Kerstin Ekman
Þýð.: Halla Sverrisdóttir
Gáruð vötn er fjölskrúðug og
heillandi saga, þar sem sögu-
sviðið er Stokkhólmur og
Osló, Vermaland og Feneyj-
ar í skugga seinni heimsstyrj-
aldarinnar. Sagan er annað
bindið í þríleik sem hófst
með bókinni Miskunnsemi
Cuðs og hefur hlotið mikið
lof gagnrýnenda og lesenda
um alla Evrópu.
Kerstin Ekman er einn
dáðasti og vinsælasti höfund-
ur Norðurlanda. Hún hlaut
Bókmenntaverðlaun Norð-
urlandaráðs fyrir metsölu-
bókina Atburðir við vatn.
408 bls.
EDDA útgáfa
Mál og menning
ISBN 9979-3-2587-9
Leiðb.verð: 1.799 kr. Kilja
Verslunin Sjávarborg
Bókabúðin við Höfnina
Stykkishólmi
Sími: 438 1121
88