Bókatíðindi - 01.12.2005, Page 102
BÓKATÍÐINDI 200
Þýdd skáldverk
NÆTURVAKTIN
Kirino Natsuo
Þýð.: Jón Hallur Stefánsson
Skáldsagan Næturvaktin
kom eins og stormsveipur
inn á bókamarkaðinn í Jap-
an. Verkið fékk feiknarlega
góðar viðtökur, seldist í millj-
ónaupplagi og hlaut meðal
annars bæði verðlaun sem
besta glæpasagan það árið
og æðstu bókmenntaverð-
laun Japana. Bókin er um
þessar mundir að koma út í
öðrum Evrópulöndum. Ung
kona, sem búsett er í úthverfi
Tókíó, slysast til þess að
drepa eiginmann sinn í
bræðiskasti. Til að losna við
líkið leitar hún aðstoðar hjá
þremur konum sem starfa
með henni á næturvöktum í
skyndiréttaverksmiðju. Fram-
undan er ófyrirsjáanleg at-
burðarás þar sem konurnar
leita allra leiða til að koma
sér hjá refsingu.
460 bls.
Bjartur
ISBN 9979-788-15-1
Leiðb.verð: 4.280 kr.
OVANALEG GRIMMD
Patricia Cornwell
Þýð.: Atli Magnússon
Fingraförin benda til þess að
morðinginn sé maðurinn
sem var verið að taka af lífi
... Kay Scarpetta glímir við
sitt erfiðasta mál. Óvanaleg
grimmd fékk hin virtu verð-
laun „Gullna rýtinginn" sem
besta sakamálasaga ársins.
334 bls.
Bókafélagið Ugla
ISBN 9979-9680-5-2
Leiðb.verð: 4.250 kr.
PENELÓPUKVIÐA
Margaret Atwood
Þýð.: Sigrún Á Eiríksdóttir
Penelópa má bíða í tuttugu
ár í kjölfar þess að Ódysseif-
ur, eiginmaður hennar, yfir-
gefur íþöku til að berjast í
Trójustríðinu. Þegar hann
snýr loksins heim aftur, drep-
ur hann yfir hundrað von-
biðla Penelópu og tólf þern-
ur hennar að auki. í þessari
bráðsnjöllu nútímalegu út-
gáfu af Ódysseifskviðu rekur
Margaret Atwood rás við-
burða frá sjónarhóli Penel-
ópu og hengdu þernanna
tólf. Hvers áttu þær að gjalda
B6kabúð,n ískja
Strandgötu 50 • Eskifirði • S. 476 1160
og hvert var hlutverk eigin-
konunnar í öllum þessum
grátbroslega harmleik? Áleit-
in og frumleg skáldsaga eftir
einn fremsta rithöfund Kan-
ada, full af prakkaskap, kald-
hæðni og djúpri alvöru.
152 bls.
Bjartur
ISBN 9979-788-25-9
Leiðb.verð: 3.280 kr.
REFSKÁK
lan Rankin
Þýð.: Anna María
Hilmarsdóttir
Morðingi gengur laus í Edin-
borg. Hver unglingsstúlkan
af annarri finnst kyrkt. Hinn
sukksami aðstoðarvarðstjóri,
John Rebus, er einn þeirra
sem eltast við illvirkjann. En
brátt kemur í Ijós að morð-
inginn virðist eiga eitthvert
erindi við Rebus, því honum
berast undarleg skilaboð í
hvert skipti sem nýtt morð er
framið: bandspottar með
hnútum og krossar úr eld-
spýtum. Hann skilur hvorki
upp né niður og á meðan
fjölgar fórnarlömbunum.
Refskák er fyrsta bókinn í
Rebus-seríunni og nauðsyn-
legur inngangur að seinni
bókum Rankins um þennan
einstaka lögregluforingja.
191 bls.
Skrudda
ISBN 9979-772-45-X
Leiðb.verð: 1.790 kr. Kilja
SAGAN UM ISFOLKIÐ 1
Alagafjötrar
Marit Sandemo
Þýð.: Snjólaug Bragadóttir
Ný og spennandi útgáfa af
sögunni um ísfólkið í glæ-
nýrri þýðingu.
Bókaflokkurinn hefst á
Silju 17 ára. Þegar öll fjöl-
skylda hennar deyr í plág-
unni miklu er hún er ein og
yfirgefnin og enginn aðstoð-
ar hana nema hinn alræmdi
maður sem er af ætt ísfólks-
ins.
256 bls.
Jentas
Dreifing: Sögur útgáfa
ISBN 9979-760-92-3
Leiðb.verð: 1.490 kr. Kilja
100