Bókatíðindi - 01.12.2005, Blaðsíða 108
BÓKATÍÐINDI 200
Þýdd skáldverk
3
SKIHIGI
¥iWDSINS
SKUCCI VINDSINS
Carlos Ruiz Zafón
Þýð.:Tómas R. Einarsson
Daníel Sempere elst upp hjá
föður sínum, fornbókasala í
Barcelona, og fær ungur að
kynnast völundarhúsi sem fáir
þekkja og geymir gleymdar
bækur.
Skuggi vindsins er stór-
kostleg spennusaga um fólk
á flótta, um ofsóknir, vináttu
og svik, ást og hatur. Ógn-
vænlegir atburðir, gáskafuII-
ar persónur, dimm húsa-
sund og háar bókahillur -
allt setur þetta sterkan svip i
á þessa mögnuðu og heill-
andi sögu sem gerist í
Barcelona á valdaskeiði
Francos. Margföld metsölu-
og verðlaunabók um alla j
Evrópu.
„Leggðu allt annað frá þér j
og lestu fram á rauðanótt."
Joschka Fischer, utanríkis-
ráðherra Þýskalands
„Þetta er eins og Gabriel
García Márquez og Umberto
Eco leggi saman ... flugelda-
sýning."
New York Times
550 bls.
EDDA útgáfa
Mál og menning
ISBN 9979-3-2619-0
Leiðb.verð: 4.690 kr.
Stntfðetnuktimogskot
Itl Nóbelsne rndanntur.'
Slepptu mér aldrei
KAZUO ISHIGURO
á ....
HOfUNDUR OHíGGI* :
SLEPPTU MÉR ALDREI
Kazuo Ishiguro
Þýð.: Elísa Björg
Þorsteinsdóttir
Slepptu mér aldrei, sem kom
út fyrr á þessu ári, segir af
sambandi þriggja barna,
Tommy, Ruth og Kathy, sem
alast upp á Hailsham-setrinu
í Englandi. Aðbúnaður þar er
til fyrirmyndar en engum
nemendanna er þó að fullu
Ijóst hvaða tilgangi uppeldi
þeirra þjónar. Slepptu mér
aldrei hefur fengið afar lof-
samlega dóma og var til-
nefnd til Booker-verðlauna í
ár. Kazuo Ishiguro vakti fyrst
verulega athygli með hinni
frábæru bók Dreggjar dags-
ins og hefur síðan sent frá sér
hvert meistaraverkið á fætur
öðru.
301 bls.
Bjartur
ISBN 9979-788-22-4
Leiðb.verð: 4.280 kr.
STEFNUMÓT í SAINT
TROPEZ
j Danielle Steel
Þýð.: Snjólaug Bragadóttir
Þrenn hjón í NewYork höfðu
um árabil lifað hefðbundnu
og formföstu Iffí, ferðast sam-
an og alltaf borðað saman á
j gamlárskvöld.
Þetta árið ákváðu þau að
taka á leigu hús um sumarið
í Saint Tropez í Frakklandi.
En forlögin höfðu líka sínar
áætlanir ...
170 bls.
Setberg
ISBN 9979-52-344-1
Leiðb.verð: 2.950 kr.
ð^SPstAhjb
Hafnarstræti 108, 600 Akureyri
S. 462 2685 ■ bok.jonasar@simnet.is
STEINSTEYPA
Thomas Bernhard
Þýð.: Hjálmar Sveinsson
j Austurríkismaðurinn Thomas
j Bernhard (1931-1989) er af
; mörgum talinn til merkustu
j rithöfunda Evrópu á seinni
: hluta tuttugustu aldar. Hinn
sérstaki stíll sem hann varð
frægur fyrir einkennist af
iöngum setningum og grein-
arskilalausum blaðsíðum þar
sem þrástefin fléttast saman
eins og í tryllingslegu tón-
verki. Steinsteypa er eitt
þekktasta verk hans og fyrsta
bók hans sem birtist á
íslensku.
150 bls.
Bjartur
ISBN 9979-788-04-6
Leiðb.verð: 1.880 kr. Kilja
STJÖRNUBJARTAR
NÆTUR
Maeve Binchy
Þýð.: Margrét
Gunnarsdóttir
A lítilli grískri eyju sitja
nokkrir ferðalangar yfir
hádegisverði á krá uppi í
j fjallshlíð, tvær konurogtveir
karlar. Skyndilega verða þau
; vitni að óvæntum harmleik
j sem tengir þau nánum bönd-
um. Öll standa þau á tíma-
j mótum, telja sig hafa sagt
j skilið við sittgamla Iff en eiga
j eftir að gera upp reikningana
j og finna sér nýja fótfestu í líf-
inu. Undir næturregni og
j stjörnubjörtum himni fléttast
j saga þessara ólíku einstakl-
inga saman. Einstaklega hlý
og notaleg saga um ástir og
mannleg örlög.
307 bls.
Bókafélagið Ugla
ÍSBN 9979-9680-6-0
Leiðb.verð: 4.250 kr.
106