Bókatíðindi - 01.12.2005, Síða 122
Listir og Ijósmyndir
Uéié?
'Sur le vif
Uppliföu ísland er ný sérlega
vegleg og fjölbreytt Ijós-
myndabók sem lýsir upplif-
un þeirri sem fæst með því
að ferðast um ísland. Vönd-
uð bók fyrir þá sem vilja
upplifa dýralífið, náttúruna,
borg og bæ, landið úr lofti,
ævintýrin og listaverk náttúr-
unnar. Bókina prýða 135
Ijósmyndir.
Frábær gjöf til vina og við-
skiptamanna í útlöndum.
144 bls.
Snerruútgáfan ehf.
ISBN 9979-9238-7-3/-9238-
8-1/-9238-6-5
Leiðb.verð: 3.985 kr. hver
bók.
ÍSLENDINGAR
Islandais
Islander
Sigurgeir Sigurjónsson
Unnur Jökulsdóttir
I tvö ár ferðuðust Sigurgeir
Sigurjónsson Ijósmyndari og
Unnur Jökulsdóttir rithöf-
undur um ísland og heim-
sóttu fólk í öllum landshlut-
um. Markmiðið var að skilja
betur lífsviðhorf þeirra sem
lagað hafa hefðbundin störf
að nútímanum, standa á
mörkum þess gamla og nýja.
Áleitnar myndir af fólki og
náttúru draga fram nýja sýn
á fsland nútímans og Ijóð-
rænar frásagnir, ríkulega
blandaðar góðlátlegri kímni,
færa lesendur nær viðhorf-
um og lífssýn triIlukarla,
þúsundþjalasmiða, ferða-
bænda, refaskyttna, tamn-
ingarmanna og náttúru-
barna. Bók sem notið hefur
fádæma vinsælda frá því að
hún kom út enda kjöreign
allra íslendinga.
200 bls.
EDDA útgáfa
Forlagið
ISBN 9979-53-471-0/-470-2
Leiðb.verð: 4.490 kr.
hvor bók.
JÓHANNES S. KJARVAL
Kristín G. Guðnadóttir
Gylfi Gíslason
Arthur C. Danto
Matthías Johannessen
Silja Aðalsteinsdóttir
Eiríkur Þorláksson
Stórglæsileg bók um Jóhann-
es S. Kjarval, meistara ís-
lenskarar myndlistar, þar
sem listferli hans eru gerð
ítarleg skil í máli og mynd-
um. í bókinni er einnig kafli
um þátt Kjarvals í lista- og
menningarvakningu íslensku
þjóðarinnar á 20. öld, annar
um margbrotinn persónu-
leika hans, og auk þess
myndskreyttur æviannáll og
yfirgripsmiklar tilvísana- og
myndaskrár.
Bókin er 640 bls. að stærð
j í stóru broti, litprentuð á
i vandaðan pappír. í henni
\ eru 516 myndverk og 150
j Ijósmyndir. Bókin fæst í
íslenskri og enskri útgáfu.
640 bls.
Nesútgáfan
ISBN 9979-9639-2-1/-0-5
j Tilb.verð til áramóta:
19.900 kr.
LiT B R IG 0 I VATNSINS
TME C0L0UR 0F WATER
LITBRIGÐI VATNSINS /
THE COLOUR OF WATER
Aðalsteinn Ingólfsson
Hafsteinn Austmann
Bókin er gefin út í tilefni 70
ára afmælis listamannsins og
vatnslitamyndasýningar í
Lisatsafni ASÍ, Ásmundarsal
2004.
Sextíu myndir í lit frá
árunum 1956 til 2004. Texti
á íslensku og ensku.
Bókin fæst í Eymundsson
Pennanum og bókab. Máls
og menningar.
100 bls.
Marteinn Viggóson
ISBN 9979-60-957-5
Leiðb.verð: 3.990 kr.
MÓRAR NÆRVÍDD
Katrr'n Elvarsdóttir
Matthías M.D. Hemstock
Bókin Mórar-nærvídd er
fyrsta samstarfsverkefni Katr-
ínar Elvarsdóttur Ijósmynd-
ara og Matthíasar M.D.
Hemstock tónlistarmanns.
Það eru 12 tónar sem gefa
bókina út og er þetta fyrsta
ritverk útgáfunnar sem fram
að þessu hefur aðallega sinnt
útgáfu tónlistar.
I verkinu sameinast draum-
kenndar Ijósmyndir Katrínar
af íslensku umhverfi og
draugalegar hljóðmyndir
Matthíasar. í bókinni er
einnig Ijóðrænn texti eftir
Braga Ólafsson rithöfund.
Bókin kemur út í 500 tölu-
settum eintökum.
78 bls.
12Tónar
ISBN 9979-70-083-1
Leiðb.verð: 3.600 kr.
TIMELESS
Lárus Karl Ingason
Ritn.: Steinunn
Þorsteinsdóttir,
Björn Pétursson og
Marín Hrafnsdóttir
Timeless -life on the Lava er
Ijósmyndabók þar sem Lárus
Karl Ingason Ijósmyndari
nær að hrífa mann af fegurð
og dulúð Hafnarfjarðar með
einstakri framsetningu á Ijós-
myndum.
Stiklað er á stóru á knapp-
ann en heillandi hátt um
flóru hafnfirskrar sögu í nútíð
og fortíð.
Texti bókarinnar er á
ensku, þýsku og íslensku.
70 bls.
Ljósmynd ehf.
ISBN 9979-9375-4-8
Leiðb.verð: 2.850 kr.
120