Bókatíðindi - 01.12.2005, Side 130
Fræði og bækur almerms efnis
BÓKATÍÐINDI 200
1
Martin Lönnebo
BÆNABANDIÐ
tyiltun I lífsþrótti, lifslonjcun.
sjilfjMjórn ox i þvi ló lifa i mtvisl Uuds
BÆNABANDID
Þjálfun í lífsþrótti,
lífslöngun, sjálfstjórn og í
því oð lifa í návist Guös.
Martin Lönnebo
Þýð.: Karl Sigurbjörnsson
Bænabandið er byggt upp af
átján perlum í ýmsum litum
og gerðum. Hver hefur sitt
heiti og tilgang. Bænaband-
ið er hjálp við að tengja hið
kristna trúarlíf daglegu Iffi og
amstri, nema staðar and-
spænis spurningum lífsins.
Bænabandið fylgir bókinni.
96 bls.
Skálholtsútgálan
ISBN 9979-765-96-8
Leiðb.verð: 2.980 kr. Kilja
CHELSEA 1905 - 2005
lid ffild Willir lil EiOs Sm,ii,i
CHELSEA 1905-2005
Frá Feita-Willie til
Eiös Smára
Agnar Freyr Helgason
Guðjón Ingi Eiríksson
Bráðskemmtileg og fræðandi
bók um eitt besta knatt-
spyrnufélag í heimi, Chelsea,
þar sem Eiður Smári leikur
eitt lykilhlutverka.
123 bls.
Bókaútgáfan Hólar
ISBN 9979-776-70-6
Leiðb.verð: 4.280 kr.
DEILAN MIKLA
Ellen G. White
Þýð.: Gissur Ó. Erlingsson
Hvert stefnir í sögu heimsins
á okkar tímum? Hvers konar
andleg valdabarátta á sér
stað á hinu ósýnilega leik-
sviði veraldarinnar? Hver
mun fara með sigur af hólmi
að lokum? Hvar er að finna
fullvissu um persónulegt
öryggi og frið? Spurningarn-
ar eru margar en svörin oft
fá. Eftir að hafa lesið þessa
bók munt þú hafa færri
spurningar en fleiri svör.
497 bls.
Frækornið
ISBN 9979-873-33-7
Leiðb.verð: 1.995 kr. Kilja
ELDGOS 1913-2004
Ari Trausti Guðmundsson
Ragnar Th. Sigurðsson
Vandfundið er myndefni
sem er jafn ægifagurt og það
litaspil og umbrot sem blasa
við þegar jörð rifnar og jarð-
eldar leysast úr læðingi. í
þessari glæsilegu bók er að
finna Ijósmyndir af öllum
þeim eldgosum 20. aldar
sem íslenskir Ijósmyndarar
hafa gert skil. Verkinu, sem
er í stóru broti, er skipt í sjö
aðalkafla sem hver er helg-
aður einni gosstöð; Kröflu,
Öskju, Grímsvötnum,
Heklu, Kötlu, Surtsey og
Heimaey. Líflegir myndatext-
ar Ara Trausta Guðmunds-
sonar setja myndirnar í sam-
hengi við eldvirkni og eld-
stöðvar en hann semur
einnig inngang að hverjum
kafla og fróðlegt yfirlit yfir
sögu og eðli eldsumbrota og
landmótunar á íslandi.
Ragnar Th. Sigurðsson ann-
aðist myndaritstjórn og
myndvinnslu og leitaði í
smiðju allra fremstu mynda-
smiða þjóðarinnar á þessu
sviði.
320 bls.
EDDA útgáfa
Vaka-Helgafell
ISBN 9979-2-1891-6
Leiðb.verð: 9.990 kr.
Farsímar
GERA OKKUR
GEGGIUÐ!
FARSÍMAR GERA OKKUR
GEGGJUÐ!
Helen Exley
Farsímar þykja ómissandi nú
á tímum en sumir þola ekki
hvella hringitónana og
óstöðvandi blaðrið og skilja
engan veginn aðdáunina sem
þessi litlu verkfæri vekja.
Settu þinn á bið á meðan þú
skemmtir þér yfir skondnum
augnablikum sem skop-
myndabókin hefur fangað.
80 bls.
Steinegg ehf.
ISBN 9979-782-09-9
Leiðb.verð: 950 kr.
FROÐLEIKUR
Bókin sem inniheldur allar þæt gagnslausu
upplýsingar sem þu þarft nauðsynloga ð að halda
FÁNÝTUR FRÓÐLEIKUR
Keith Waterhouse
Richard Littlejohn
Þýð.: Ásgeir Berg
Matthíasson
Bókin Fánýtur fróðleikur
heitir á frummálinu The
Book of Useless Information
og var upphaflega gefin út í
Bretlandi af The Useless
Information Society. Félagið
var stofnað af breskum
blaðamönnum sem höfðu
sérstaka ánægju af því að
skiptast á fánýtum fróðleik
og haldlftilli jaekkingu. Nú
þegar er búið að stofna
samskonar félag á íslandi
með það að markmiði að
safna saman fánýtum
íslenskum fróðleik og gefa út
á bók. Þú getur skráð þig í
félagið á www.baekur.is
300 bls.
Sögur útgáfa
ISBN 9979-9724-4-0
Leiðb.verð: 3.280 kr.
128