Bókatíðindi - 01.12.2005, Qupperneq 134
BÓKATÍÐINÐI 2 0 0 t
Fræði og bækur almenns efnis
I
fræðarans eða kennarans og
nauðsyn hennar, ásamt eig-
inleikum fræðarans og leið-
sagnar hans. Jafnframt ræðir
Klemens ýmsar ályktanir í
Ijósi megintilgátu sinnar um
að Kristur sé fræðari mann-
anna og að „við" séum litlu
börnin í augum Guðs.
450 bls.
Hið ísl. bókmenntafélag
ISBN 9979-66-157-7
Leiðb.verð: 2.990 kr.
FUGLAR
í NÁTTÚRU ÍSLANDS
Guðmundur P. Ólafsson
Fuglar himinsins hafa löngum
verið okkur mönnum tákn
frelsis og við höfum dáðst að
fegurðþeirra, margbreytileika
og undrast leyndardómana
sem umlykja þá, því margt í
lífsvenjum þeirra og hátterni
er okkur enn hulið.
í þessari glæsilegu bók er
lesandi leiddur inn í heill-
andi heim íslenskra fugla.
Fjallað er um lifnaðarhætti
þeirra og lífsskilyrði, sagt frá
flugi, fæðuöflun, varpi og
uppeldi unga, og lýst kjör-
lendi þeirra. Hér er í fyrsta
sinn fjallað ítarlega á ís-
lensku um hátterni fugla og
þá er brotið blað með skipu-
lagðri umfjöllun um sjálfa
undirstöðu allrar fuglavernd-
ar, búsvæðavernd. í bókinni
er jafnframt lýst sérhverri
tegund íslenskra varpfugla í
máli og myndum, og inn íþá
frásögn er fléttað efni úr
þjóðtrú og skáldskap.
Bókin er prýdd miklum
fjölda skýringarmynda, teikn-
inga og korta, en ekki síst eru
Ijósmyndir bókarinnar ein-
stakar í sinni röð og má full-
yrða að aldrei áður hafi birst
í einni bók svo margar frá-
bærar Ijósmyndiraf fuglum í
leik og starfi.
384 bls.
EDDA útgáfa
Mál og menning
ISBN 9979-3-2650-6
Leiðb.verð: 19.980 kr.
FÆREYINGA SAGA /
ÓLAFS SAGA
TRYGGVASONAR
íslenzk fornrit XXV
Ritstj.: Ólafur Halldórsson
Færeyinga saga er saga
Götuskeggja, höfðingjaætt-
ar frá óðalinu Götu í Aust-
urey. Þrándur er aðalpersóna
sögunnar og réð um tíma
Færeyjum þar til Sigmundur
Brestisson kom til eyjanna
með aðstoð Hákonar jarls.
Aðalefnið er baráttan milli
Þrándar og Sigmundar og
afkomenda þeirra. Lýsing
Þrándar er einstök í íslensk-
um miðaldaritum; heiðinn
og fjölkunnugur bragðarefur,
ósvífinn í öflun auðs og í
baráttu sinni við Noregskon-
unga. Sigmundur er vamm-
laus hetja, vígfimur svo
mestu bardagamenn sjá ekki
við honum, handgenginn
ÓlafiTryggvasyni, læturskfr-
ast og tekur Færeyjar í lén af
honum, kúgar Þránd til
kristni og kemur kristni á í
Færeyjum. Galdur frásagnar-
innar er slíkur að lesendur
sögunnar Jtaádf|öl|b\ imeiri
samuð m)é®jWarai en Sig-
mun/i, err rötó rrjdð geijn
eirtstákaihssfuiað-fSta njót-
enaufn hennar eftir að ráða
í það sem er látið ósagt.
Ólafs saga Tryggvasonar
eftir Odd munk Snorrason
er að miklu leyti samin að
fyrirmynd helgisagna, einna
helst í ætt við játarasögur,
en er samt ekki áróðursrit
fyrir því að koma Ólafi
Tryggvasyni í tölu helgra
manna. Líklega hefur Odd-
ur munkur þekkt að því
marki til sagna af Ólafi
Tryggvasyni (munnlegra og
ritaðra), að hann hafi talið
vonlaust að koma honum í
helgra manna tölu, en virð-
ist þó hafa teygt sig eins
langt að því marki og hann
treysti sér til.
Saga hans er með elstu rit-
uðum heimildum um upp-
runa og uppvöxt Ólafs,
kristniboð hans og endalok.
Tímatalið er auðsjáanlega
ættað frá Sæmundi fróða, en
ógerningur er að vita að hve
miklu leyti rit Sæmundar
hefur komið Oddi að gagni.
550 bls.
Hið ísl. fornritafélag
Dreifing: Hið ísl.
bókmenntafélag
ISBN 9979-893-25-7
Leiðb.verð: 5.990 kr.
CLÍMAN/2
OHAP TlMARIT l/M CV/ÞflKAPI OC ÍAMfÉLAC
TRAUST I VIÐSKIPTAUFINU:
GETUR G0TT SI0FERÐI B0RGAÐ SIG?
Óháð tímarit um guðfræði
og samfélag
GLÍMAN / 2
Traust í viðskiptalífinu: Getur
gott siðferði borgað sig?
Ritn.: Ágúst Einarsson ofl.
Greinarnar í ritinu vísa til
ráðstefnu sem haldin var á
Grand Hótel í samvinnu
Glímunnar, Samtaka at-
vinnulífsins ogVersiunarráðs
íslands. Höfundar eru m.a.
Gylfi Magnússon, Halldór
Reynisson og Þröstur Olaf
Sigurjónsson. Þá eru birtar
fæðigreinar, sem fjalla m.a.
um siðfræði, Jakobsglímuna,
Lúther ogVölsupá.
190 bls.
Háskólaútgáfan
ISSN 1670-5289
Leiðb.verð: 2.300 kr. Kilja
GOÐSAGNIR
í ALDANNA RÁS
Karen Armstrong
Þýð.: Ingunn Ásdísardóttir
Föstudaginn 21. október
komu samtímis út í 25 lönd-
um fyrstu bækurnar í ritröð-
132