Bókatíðindi - 01.12.2005, Side 136
FræÖi og bækur almenns efnis
BÓKATfÐINDI 200
I
Kf .
wr u & s
D Ý R
jC 0 G
* Á L N A N NíA
VELFER'Ð
|PRESTASTEFNUDÓMA
BRYNJÓLFS BISKUPS
SVEINSSONAR
ÁRIN 1 639 - 1974]
MAR JÓNSSON
TÓK SAMAN
lenskrar sögu. Þekktastur er
hann fyrir harmþrungin ör-
lög dóttur sinnar Ragnheiðar.
Farsælli var hann sem emb-
ættismaður og hér birtast
dómar sem hann lét ganga á
prestastefnum á embættis-
tíma sínum. Efni dómanna er
mjög fjölbreytt. Tekið er á
siðferðisbrestum þjóðarinnar
og ekki síður prestastéttar-
innar, en jafnframt sinnt and-
legri velferð landsmanna og
réttindi þeirra gagnvart kon-
ungi varin. Utgáfunni fylgir
yfirgripsmikil skrá yfir nöfn
og atriðisorð.
513 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 9979-54-660-3
Leiðb.verð: 3.800 kr. Kilja
HALLORMSSTAÐUR í
SKÓGUM
Náttúra og saga höfuöbóls
og þjóbskógar
Hjörleifur Guttormsson
Sigurður Blöndal
Hér er dregin upp heildstæð
og heillandi mynd af nátt-
úrufari, sögu og mannlífi
Hallormsstaðar og skógarins
og auk þess birt ný vitneskja
um jarðfræði og fornminjar
á staðnum og í grennd. Saga
skólanna á staðnum er rak-
in, sagt frá skógræktarstarf-
seminni í heila öld og Atla-
vík og Lagarfljóti með orm-
inum fræga eru gerð skil.
Við sögu koma einnig skáld
og myndlistarmenn sem
hafa helgað þessari perlu í
íslenskri náttúru einstök
verk eða tekið þátt í menn-
ingarviðburðum í skóg-
inum.
Bókina prýðir mikill fjöldi
Ijósmynda, korta og upp-
drátta, meðal annars útivist-
arkort með gönguleiðum í
skóginum.
351 bls.
EDDA útgáfa
Mál og menning
ISBN 9979-3-2651-4
Leiðb.verð: 5.990 kr.
FRIEORICH NIETZSCHE
Handan
goðs og ills
HIO fSUNZKA HÓKMlNNTAFf.lAU
Lærdómsrit
Bókmenntafélagsins
HANDAN GÓÐS OG ILLS
Friedrich Nietzsche
Þýð.: Arthúr Björgvin
Bollason og Þröstur
Asmundsson
Siðferðileg gagnrýni;
skemmtileg lesning, fyndin,
ísmeygileg og kaldhæðin,
umturnar og gagnrýnir við-
tekin gildi vestrænnar sið-
fræði. Handan góðs og ills er
eitt mesta og merkasta rit
höfundar sem bjó yfir dirfsku
og djúphygli, hafði snarpan
stíl, myndræna hugsun og
næman smekk á orð og
hrynjandi - með hnyttni og
óvægni fá flest svið mann-
lífsins sinn skammt af beitt-
um athugasemdum, því
Nietzsche fjallar á vægðar-
lausan og kaldhæðin hátt
um samtíð sína og þróun
hennar í átt til fjöldamenn-
ingar og einhæfni þar sem
þrengt er að öllum þeim sem
rísa upp úr meðalmennsk-
unni. Bókin kemur nú út í 2.
útgáfu.
419 bls.
Hið ísl. bókmenntafélag
ISBN 9979-66-178-X
Leiðb.verð: 2.990 kr.
HEIMSMETABÓK
GUINNESS 2006
Þýð.: Sveinn H.
Guðmarsson
Glæný útgáfa af þessari
geysivinsælu metabók, stopp-
full af nýjum og ótrúlegum
heimsmetum, prýdd Ijós-
myndum af methöfunum í
raunstærð og sérstökum risa-
opnum. Hver er fljótastur að
borða 12" pizzu, hvaða lagi
hefur oftast verið hlaðið nið-
ur af Netinu, hvar fást
dýrustu drykkirnir og hversu
stórt er stærsta hjólabretti
heims? Heimsmetabókin er
óbrigðul skemmtun fyrir
unga sem aldna.
288 bls.
EDDA útgáfa
Vaka-Helgafell
ISBN 9979-2-1875-4
Leiðb.verð: 4.990 kr.
HEIMUR
HRYGGLEYSINGJANNA
David Attenborough
Þýð.: Halla Sverrisdóttir
Hryggleysingjarnir byggðu
jörðina áður en mennirnir
komu til og þeir munu verða
hér áfram þó að mannskepn-
an Ifði undir lok. Þeir dreifa
frjómagni, hreinsa og knýja
áfram hringrásina á jörðinni.
Við höfum þróast fyrir þeirra
tilstilli og án þeirra entumst
við vart lengi. í þessari ein-
stöku bók lýsir David Atten-
borough, sjónvarpsmaðurinn
góðkunni, heimi hryggleys-
ingjanna á sinn lipra og lif-
andi hátt; hvernig þeir bárust
á land og helguðu sér sér-
hvert búsvæði heimsins,
þrælskipulagðri félagshegð-
un þeirra og fjölbreytilegum
aðferðum við veiðar og
mökun. Bókina prýða hátt í
200 Ijósmyndir af þessum
smávöxnu og vanmetnu ver-
um, teknar með nýjustu Ijós-
myndatækni, sem svipta hul-
unni af heillandi veröld.
288 bls.
EDDA útgáfa
Iðunn
ISBN 9979104600
Leiðb.verð: 4.990 kr.
134