Bókatíðindi - 01.12.2005, Blaðsíða 152
BÓKATÍÐINDI 200
Fræði og bækur almenns efnis
KÚREKI NORÐURSINS
Kvikmyndaskáldib Fribrik
Þór Fribriksson
Ritstj.: Guðni Elísson
Friðrik Þór Friðriksson ereinn
merkasti kvikmyndagerðar-
maður íslendinga og einn
fárra íslenskra listamanna
sem hlotið hefur alþjóðalega
viðurkenningu. Þrátt fyrir
þetta hefur lítið sem ekkert
birst um list hans á prenti. í
bók þessari er leitast við að
gefa sem fjölbreytilegasta
mynd af þessum frægasta
kvikmyndaleikstjóra íslend-
inga.Tilraunamyndir hans og
heimildarmyndirnar Eldsmið-
urinn og Rokk í Reykjavík
verða skoðaðar og rýnt í
leiknar kvikmyndir hans út
frá ýmsum ólíkum fræðileg-
um forsendum. Bókin er hluti
af nýrri ritröð í kvikmynda-
fræðum sem ber nafnið Sjö-
unda listgreinin.
200 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 9979-54-675-1
Leiðb.verð: 3.500 kr. Kilja
KVIKMYNDAGREINAR
Guðni Elísson
í þessu forvitnilega safni birt-
ist úrval þýðinga eftir marga
af fremstu kvikmynda-
! fræðingum heims, en þær
| eiga það allar sammerkt að
beina augum að kvikmynda-
greinahugtakinu og þeim
leiðum sem farnar eru í
flokkun og skilgreiningu
Hollywood kvikmynda. Jafn-
framt er rætt um tengsl höf-
undarnafns og kvikmynda-
greina og þeirri spurningu er
varpað fram hvort listrænu
kvikmyndina megi telja til
sérstakrar kvikmyndagrein-
ar. Meðal höfunda eru Rick
Altman, Steve Neale, David
Bordwell og Robin Wood.
Guðni Elísson ritstýrði og
ritaði inngang. Bókin er hluti
af nýrri ritröð í kvikmynda-
fræðum sem ber nafnið Sjö-
unda listgreinin
199 bls.
Háskólaútgáfan
^ ISBN 9979-54-677-8
Leiðb.verð: 3.500 kr. Kilja
KVIKMYNDASTJÖRNUR
Ritstj.: Guðni Elísson
Þýð.: Alda Björk
Valdimarsdóttir
í þessari skemmtilegu bók
birtist úrval þýðinga eftir
marga af fremstu kvik-
myndafræðingum heims,
greinar þeirra fjalla um
flókna ímynd og samfélags-
stöðu kvikmyndastjörnunnar
á vesturlöndum. í bókinni er
athyglinni beint að stjörn-
unni sem höfund kvik-
mynda, samsömun áhorf-
enda við þær, kvikmynd-
adívur fimmta áratugarins
eru settar í almennt sam-
hengi og einstakar stjörnur
eru túlkaðar, allt frá Joan
Crawford til Tom Cruise.
Bókin er hluti af nýrri ritröð
í kvikmyndafræðum sem ber
nafnið Sjöunda listgreinin.
200 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 9979-54-677-8
Leiðb.verð: 3.500 kr. Kilja
KYNLÍF GERIR OKKUR
GEGGJUÐ!
Helen Exley
Kynlíf getur verið dásamleg
ævintýraferð um ástríðu-
geima eða bara vandræða-
legt fálm undir sæng. Þú átt
eftir að flissa yfir skondnum
sjónarhornum sem hér gefast
á sælu eða kvíða þeirra sem
leita fullnægingar á innileg-
um augnablikum lífsins.
80 bls.
Verslunin Sjávarborg
Bókabúðin við Höfnina
Stykkishólmi
Sími: 438 1121
Steinegg ehf.
ISBN 9979-782-11-0
Leiðb.verð: 950 kr.
Hclci Hau c.kimvnon
Lagarfljót
MeSTA VATNSFALL ÍSLANDS
LAGARFLJÓT
Mesta vatnsfall íslands
Helgi Hallgrímsson
Eggert Ólafsson kallaði Lag-
arfljót „mesta vatnsfall
íslands" og má það til sanns
vegar færa þótt sum séu
lengri og vatnsmeiri. Ekkert
fljót á íslandi er viðlíka djúpt
og breitt enda það eina sem
nýtt hefur verið til siglinga
hérlendis.
Lagarfljót er bæði straum-
vatn og stöðuvatn, án þess
að glögg skil séu þar á milli.
Líta má á það sem röð af
vötnum sem fljót rennur í
gegnum. Efsta vatnið, Lögur-
inn, er þriðja stærsta stöðu-
vatn landsins, 53 km2, allt
að 112 m djúpt og álíka
þykkt leirlag hvílir á botni
þess. Þegar Kárahnjúkavirkj-
un kemst í gagnið verður
öllu jökulvatni Jökulsár á
Dal steypt í Lagarfljót sem
tvöfaldast næstum að vatns-
magni. Jökulgrugg þess
margfaldast, lífríkið rýrnartil
150