Bókatíðindi - 01.12.2005, Page 154
Fræði og bækur almenns efnis
BOKATÍÐINDI 200
324 bls.
Hið ísl. bókmenntafélag
ISBN 9979-66-165-8
Leiðb.verð: 4.990 kr.
Lærdómsrit
Bókmenntafélagsins
LAÓKÓON
Gotthold Ephraim Lessing
Þýð.: Gauti Kristmannsson
Laókóon er eitt af grundvall-
arritum nútíma fagurfræði
og hafði mikil áhrif á alla
umræðu og hugsun manna
um muninn á milli myndlist-
ar og skáldskapar. Verkið,
fyrst útg. 1766, ýtir til hliðar
á áhrifamikinn hátt gamalli
goðsögn um samræmi milli
þessara listgreina. Höfundar
á borð við Goethe og Herder
brugðust sterklega við Laók-
óon og má segja að hann
hafi opnað nýja sýn á mögu-
leika og takmarkanir list-
greinanna.
Hið ísl. bókmenntafélag
ISBN 9979-66-158-5
Leiðb.verð: 2.990 kr.
LÁTNIR í HEIMI LIFENDA
Erlendur Haraldsson
Þriðjungur landsmanna telur
sig hafa orðið varan við lát-
ið fólk. En hvernig og við
hvaða aðstæður? Hér birtast
á fimmta hundrað frásagnir
af reynslu þátttakenda af
látnu fólki í rannsókn sem
höfundur gerði. Sagt frá því
Látnir í heimi lifenda
Erlendur Haraldsson
hvernig látnir birtast, hvort
þeir sjást, heyrist eða skynj-
ist á annan hátt. Greint er frá
hverjir hinir látnu voru,
tengslum þeirra við þann
sem fyrir reynslunni varð og
dánarorsök. Dánaraldur er
tilgreindur og aldur frásagn-
anna. Fjallað er um reynslu
sem tengist ákveðnun stöð-
um eða persónum og gerð
grein fyrir hugsanlegum til-
gangi eða nýrri vitneskju
sem reynslan bar með sér.
Auk frásagnanna dregur höf-
undur saman ýmsar töluleg-
ar upplýsingar og ber þær
saman við þjóðtrú og aðrar
rannsóknir, innlendar sem
erlendar.
259 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 9979-54-662-X
Leiðb.verð: 3.990 kr. Kilja
r ^
Joseph Goldstein & |ack Komfield
Leiðin að
viskubrunni
hjartans
Kjarninn i búddískri
innsxisíhugun dsarnt xfingum.
Sérstakur kafii um ævi Búdda.
Á
LEIÐIN AÐ
VISKUBRUNNI
HJARTANS
Kjarninn í búddískri innsœis-
íhugun ásamt œfingum.
Sérstakur kafii um œvi Búdda
Joseph Goldstein
Jack Kornfield
Þýð.: Pétur Gissurarson
Biblía innsæisíhugunar eftir
tvo helstu leiðendur búdd-
ískrar hugleiðslu á Vestur-
löndum. Bókin hefur að
geyma nákvæmar og prakt-
ískar leiðbeiningar um hug-
leiðslutækni og sérstakan
kafla um ævi Búdda. Bók
fyrir alla þá sem vilja þroska
og dýpka sjálfsvitund sína.
Bókin er tilnefnd til Lafleur
verðlaunanna fyrir framúr-
skarandi þýðingu.
300 bls.
Lafleur útgáfa
ISBN 9979-9732-7-7
Leiðb.verð: 2.630 kr.
Bókaverslun
Þórarins Stefánssonar
Garöarsbraut 9 • 640 Húsavík
S. 464 1234 • husavik@husavik.com
betri
svefn oy hvíld
LEIÐIR TIL AÐ ÖÐLAST
BETRI SVEFN OG HVÍLD
Chris Idzikowski
Þýð.: Ævar Örn Jósepsson
I þessari vönduðu og
aðgengilegu bók er að finna
hagnýtan fróðleik um svefn
og hvíld þar sem bæði er
leitað í smiðju vestrænna
vísinda og austrænnar speki.
Fjallað er m.a. um eðli
svefnsins, svefnumhverfið og
samspil svefns og Iffshátta.
Þá eru í bókinni á þriðja tug
slökunaræfinga af ýmsum
toga sem reynst hafa vel og
skilað góðum árangri, auk
hagnýtra ráða gegn ýmsum
svefnröskunum.
159 bls.
EDDA útgáfa
Almenna bókafélagið
ISBN 9979-2-1872-X
Leiðb.verð: 3.990 kr.
LEYNDARDOMUR
FJÁRMAGNSINS
Hernando de Soto
Þýð.: Árni Óskarsson
Hagfræðingurinn Hernando
de Soto frá Perú hefur vakið
heimsathygli og hlotið lof
gagnrýnenda og þjóðarleið-
toga um allan heim fyrir
rannsóknir sínar og skrif um
fátækt í þróunarríkjunum. í
sinni þekktustu bók reynir
höfundur að afhjúpa leynd-
ardóma fjármagnsins. Hvers
vegna er kapítalisminn sigur-
sæll á Vesturlöndum en
bregst hvarvetna annars
152