Bókatíðindi - 01.12.2005, Side 162
BÓKATÍÐINDI 2005
Fræði og bækur almenns efnis
• fr ■
• rt ■ i i
• * • | i • n«
Ordenes slotte
Om sprog og litteratur i Norden
ORDENESSLOTTE
Om sprog og litteratur i
Norden
Ritstj.: Auður Hauksdóttir,
)0rn Lund og
Erik Skyum-Nielsen
Afmaelisrit til heiðurs Vigdísi
Finnbogadóttur 75 ára, með
safni greina um norrænar
bókmenntir og tungur ritað-
ar á dönsku, norsku og
sænsku. Nokkrar greinanna
byggjast á fyrirlestrum er
fluttir voru á ráðstefnu í
tengslum við vígslu Norður-
bryggju í Kaupmannahöfn.
Einnig eru í bókinni greinar
eftir norska rithöfundinn
Thorvald Steen og danska
rithöfundinn Suzanne Brogg-
er, ásamt greinum um sam-
ísku og stöðu sænskrar tungu
í Finnlandi. Saga Norður-
bryggju er rakin og hvernig
það atvikaðist að húsið fékk
nýtt hlutverk sem norrænt
menningarhús og birtar 18
Ijósmyndir sem sænski Ijós-
myndarinn Jens Lindhe tók
af húsinu.
207 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 87-990710-0-2
Leiðb.verð: 3.500 kr.
Tímarit Orðabókar
Háskólans
ORÐ OC TUNCA
7. hefti
Ritstj.: Guðrún Kvaran
Þema 7. heftis er íslenskur
orðaforði í íslensk-erlendum
orðabókum — sjónarmið við
afmörkun og efnisval og
fjalla þrjár greinar um það
efni. Aðalsteinn Eyþórsson
ritar grein um orðaval, Jón
Hilmar Jónsson um aðgang
og efnisskipan og Christop-
her Sanders um notendur og
mismunandi þarfir þeirra.
Erla Erlendsdóttir fjallar um
tökuorð úr málum frum-
byggja Rómönsku-Ameríku,
Jón Axel Harðarson um kyn
orðsins guð og Margrét Jóns-
dóttir um orðin væða og
væðing og hlutverk þeirra í
samsetningum. Loks eru í
heftinu umsagnir um nokkur
nýleg orðabókarverk og
tengd rit, svo og bókafregnir.
138 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 9979-54-656-5
Leiðb.verð: 1.990 kr. Kilja
ORÐLIST
SKÁLDSÖGUNN AR
ORÐLIST
SKÁLDSÖCUNNAR
Mikhail M. Bakhtín
Þýð.: Jón Ólafsson
Ritstj.: Benedikt Hjartarson
Hér eru teknar saman grein-
ar og valdir kaflar úr bókum
Mikhaíls M. Bakhtíns. Gefin
er mynd af fjölbreyttu höf-
undarstarfi Bakhtíns m.a. um
sögu og gerð skáldsögunnar,
heimspeki tungumálsins,
skáldsögur Dostojevskís,
karnival og menningarfræði.
Bakhtín kemur víða við í
skrifum sínum og kenningar
hans hafa haft áhrif á ólík
fræðasvið, þ.á.m. bók-
menntafræði, heimspeki, fé-
lagsfræði og miðaldafræði. I
inngangi er yfirlit um höf-
undarferil Bakhtíns, fræði-
legar rætur kenninga hans
og viðtökusögu þeirra.
Bókmenntafræðistofnun
Háskóla Islands
250 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 9979-54-679-4
Leiðb.verð: 3.490 kr. Kilja
ÓLAFSSÖCUR
TRYCCVASONAR
Um gerö þeirra, heimildir og
höfunda
Sveinbjörn Rafnsson
Ólafs sögur Tryggvasonar
hafa haft mikil áhrif á
íslenska sagnaritun á mið-
öldum. Sést það m.a. af því
að margar hinna stærstu og
glæsilegustu íslendinga-
sagna styðjast við sögur af
Ólafi konungi.
Markmið þessa rits er að
greiða eftir föngum úr gerð-
um og textum Ólafs sögu
Tryggvasonar. Þau mál eru
flókin og varðveittir textar
einatt sambræðingur eða
útdráttur eldri sagna. Enn
fremur eru hér kannaðar að
nokkru heimildir og samfé-
lagslegt baksvið Ólafs sagna
Tryggvasonar. Fjallað er um
höfunda hinna upphaflegu
Ólafs sagnaTryggvasonar frá
12. öld, Odd Snorrason og
Gunnlaug Leifsson munka á
Þingeyrum, og nokkur ein-
kenni sagna þeirra. Ritið er
framlag til sögu íslenskrar
sagnaritunar og söguvið-
horfa Islendinga á miðöld-
um.
286 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 9979-54-642-5
Leiðb.verð: 4.490 kr. Kilja
illDI
Þar sem prentun er list
160