Bókatíðindi - 01.12.2005, Page 170
BÓKATÍÐINDI 2005
Fræði og bækur almenns efnis
STRAUMHVÖRF
útrás íslensk viöskiptalífs og
innrás erlendra fjárfesta til
ísiands
Þór Sigfússon
Straumhvörf eru að eiga sér
stað í íslensku viðskiptalífi.
Tímabil fjölbreyttrar útrásar
íslenskra fyrirtækja hefur
staðið yfir í rúman áratug. En
nú er að hefjast nýtt tímabil
sem einkennist af hnattvæð-
ingu íslenskra stórfyrirtækja,
nýjum tækifærum á alþjóða-
markaði fyrir lítil íslensk fyr-
irtæki og innrás erlendra fjár-
festa.
í bókinni bendir höfundur
á að íslenskt viðskipta- og
efnahagslíf standi á krossgöt-
um um þessar mundir og að
þjóðin, fyrirtækin og stjórn-
völd þurfi að skoða þau
tækifæri sem felast í aukinni
hnattvæðingu.
143 bls.
EDDA útgáfa
Mál og menning
ISBN 9979-3-2662-X
Leiðb.verð: 3.990 kr. Kilja
K
Julian Meldon D’Arcy
SUBVERSIVE
SCOTT
ThcWarericy North
ond Scottah Nobortohtm
Fræ&iritröb Stofnunar
Vigdísar Finnbogadóttur í
erlendum tungumálum
SUBVERSIVE SCOTT
The Waverley Novels and
Scottish Nationalism
Julian Meldon D'Arcy
Ritstj.: Cauti Kristmannsson
Þetta er fyrsta bókin í fræði-
ritröð Stofnunar Vigdísar
Finnbogadóttur í erlendum
tungumálum. Bókin er rót-
tæk endurskoðun á því við-
tekna viðhorfi að Sir Walter
Scott hafi ritað sk. Waverley
skáldsögur sínar um skoska
sögu nánast til að kasta rek-
um á skoskt þjóðerni og
samþykkja þar með hið
breska sem hið sameinaða
konungsríki, með einu þingi
í Westminster, stóð fyrir.
Margir hafa haldið því fram
að Scott hafi vissulega und-
irstrikað sérstöðu Skota með
heimsfrægum skáldsögum
sínum, en á endanum viður-
kennt að það heyrði sögunni
til. Julian M. D'Arcy hafnar
þessum röksemdum með
kröftugum hætti og sýnir
fram á með þaulunninni
textarýni að Scott talaði fleiri
en eitt tungumál við lesend-
ur sína í bókstaflegri og yfir-
færðri merkingu.
250 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 9979-54-666-2
Leiðb.verð: 3.490 kr. Kilja
SUMARCJÖF HANDA
BÖRNUM
Um hrekkjótt börn og
hófsöm
Þýð.: Guðmundur Jónsson
Hér segir af hrekkjóttum
börnum og heimtufrekum,
ráðríkum og rógsömum og
vandrötuðum vegi dyggðar-
innar. Útgáfa bókarinnar
Sumargjöf handa börnum
braut blað í íslenskri útgáfu-
sögu og er einn af hornstein-
um íslenskra barnabók-
mennta. Ritið var þýtt og
staðfært úr danskri þýðingu
á þýsku riti af sr. Guðmundi
Jónssyni, þá prófasti \ Árnes-
þingi, og ætlað börnum á
aldrinum 5-10 ára. í bókinni
talar faðir til barna sinna og
ræður þeim heilt en þar er
einnig að finna dæmisögur
sem innprenta áttu börnum
góða siði.
Sumargjöf handa börnum
kom út á Leirárgörðum árið
1795 að undirlagi Magnúsar
Stephensen og er skilgetið
afkvæmi upplýsingarstefn-
unnar.
176 bls.
Söguspekingastifti
Dreifing: Háskólaútgáfan
ISBN 9979-9231-9-9
Leiðb.verð: 2.600 kr. Kilja
SURTSEY
Surtsey, Ecosystems Formed
Entstehung von Ökosystem
Sturla Friðriksson
Tvær nýjar bækur um Surts- |
ey eftir dr. Sturlu Friðriksson, i
önnur á ensku Surtsey, Eco- i
systems Formed og hin á i
þýsku Surtsey, Entstehung
von Ökosystemen. Eru þær
byggðar á fyrri bókum dr. i
Sturlu, sem fylgst hefur með
þróun eyjarinnar og upp-
byggingu lífrfkisins í yfir 40
ár. Bækurnar eru einkum
ætlaðar til að fræða erlenda
menn um eyna, en mikill
fjöldi ferðamanna siglir ár-
lega í kringum eða flýgur yfir
Surtsey. í bókunum skýrir dr.
Sturla frá uppbygginu og
eyðingu lands á Surtsey og
hvernig lífverur berast um
langan veg yfir hafið og
nema land á úthafsey. Rakin
er landnámssaga frumbyggj-
anna og hvernig þeir í sam-
vinnu við aðra síðkomna
landnema hafa myndað ein-
föld samfélög og byggt upp
lífríki eyjarinnar. Sérstæð og
heiliandi er sagan um mótun
lífheims Surtseyjar.
112 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 9979-9469-0-3
Leiðb.verð: 2.600 kr.
168