Bókatíðindi - 01.12.2005, Qupperneq 171
BÓKATÍÐINDI 200
Fræði og bækur almenns efnis
TECHNOLOGY
IN SOCIETY
- Society in Technology
Ritstj.: Örn D. Jónsson og
Edward H. Huijbens
Bókin er safn valinna erinda
sem flutt voru á ráðstefn-
unni „Tæknin í samfélag-
inu, samfélagið í tækninni"
í mars 2004. Á umliðnum
tíma hefur þetta samspil
fengið mismikla athygli.
Stundum hefur verið litið á
tæknina sem pólitískan drif-
kraft sögunnar, stundum
sem hlutlægt verkfæri í
höndum manna eða leið að
settu marki. Viðhorfin sem
koma fram í bókinni eru
ekki aðeins bundin við mis-
munandi skoðanir á áhrifa-
mætti tækninnar, heldur
líka hvers eðlis áhrifin eru.
Spurningarnar snúast ekki
aðeins um hvað er hægt, í
tæknilegum skilningi, held-
ur hvað er æskilegt og jafn-
vel siðlegt, eða hreinlega
hvort við höfum gengið veg
tækninnar til góðs?
Bókinni er ætlað að varpa
Ijósi á einkenni og vísbend-
ingar um áhrif tækni á þróun
ýmissa sviða samfélagsins
og áhrif samfélagsins á þró-
un tækni og hugmyndir um
hana.
364 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 9979-9559-8-8
Leiðb.verð: 3.490 kr. Kilja
STEINUNN HRAFNSDÓTTIR
The Mosaic
of Gender
Thc workíng cnvironmcnt ot
Ict-Undk social service managcrs
THE MOSAIC OF
GENDER
The working environment of
lcelandic social service
managers
Steinunn Hrafnsdóttir
í bókinni er gerð greining á j
vinnuumhverfi stjórnenda í j
félagsþjónustu á íslandi. I j
fyrri hluta bókarinnar er gerð i
grein fyrir skilgreiningum og j
kenningum um kyn. Jafn- j
framt er fjallað um þróun j
íslenskrar félagsþjónustu og j
kynskiptan vinnumarkað. I :
síðari hluta bókarinnar er j
greint frá niðurstöðum rann-
sóknar á vinnuumhverfi
stjórnenda í félagsþjónustu á j
íslandi.
Að lokum er athugað j
hvaða áhrif það hefur á j
vinnustaðina að konur starfa j
þar í meirihluta og hvaða
viðhorf eru til karla sem j
starfa við félagslega þjón- ;
ustu.
Bókin ætti að vekja áhuga
allra þeirra sem stunda
kennslu og rannsóknir í
félagsráðgjöf, stjórnun, kynja-
fræðum og skyldum fræði-
greinum. Hún ætti einnig að
vera gagnleg fyrir stjórnendur
og starfsfólk sem hefur áhuga j
á vinnuumhverfi, velferð og j
félagsmálastefnu.
272 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 9979-54-639-5
Leiðb.verð: 3.500 kr. Kilja
TÍSKA ALDANNA
Ásdís Jóelsdóttir
Hvað er tíska og hvernig
verða tískustraumar til?
Hvaðan koma þeir og hver
stjórnar þeim? í þessari
glæsilegu og ríkulega mynd-
skreyttu bók er saga fatatísku
rakin, allt frá fornöld til
nútímans. Tískan er sett í
samhengi við tíðaranda og
samfélagsþróun á hverju
skeiði, auk þess sem gerð er
grein fyrir stefnum í bygging-
arlist, húsbúnaði og mynd-
list.
245 bls.
EDDA útgáfa
Mál og menning
ISBN 9979-3-2602-6
Leiðb.verð: 5.990 kr. Kilja
TVEIR HEIMAR
Þorvaldur Gylfason
Þorvaldur Gylfason kemur
víða við í þessari bók. Hann
fjallar um íslenzka tungu,
skáldskap, leikhús, kvik-
myndir og tónlist, um
menntamál, börn og heil-
brigðismál, um landvarnir,
lýðræði, stjórnarskrána, stríð
og frið, um Island, skipulag
Reykjavíkur, úthlutun þing-
sæta, einkavæðingu bank-
anna og önnur álitamál, um
landbúnaðarmál, lífið í sveit-
inni, útvegsmál og fjármál,
um Bandaríkin, Evrópu,
Rússland, Færeyjar, Afríku,
Arabalönd, konur, Asíu og
önnur lönd, um orkumál,
millilandaviðskipti og vöxt
og viðgang efnahagslífsins
um allan heim, og um fólk
og framfarir, alls konar fólk.
Lokakaflinn heitir Um ætt-
jarðarást. Rækilegt manntal
fylgir bókinni. Þorvaldur
Gylfason er prófessor í hag-
fræði við Háskóla íslands.
Tveir heimar er sjöunda
greinasafn hans.
700 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 9979-54-680-8
Leiðb.verð: 3.990 kr.
TVÍSÖNGUR HINS EINA
Ashtavakra gita
Þýð.: Vésteinn Lúðvíksson
Höfundur Tvísöngs hins Eina
er óþekktur og menn greinir
á um aldur ritsins (talið um
2200-2500 ára gamalt) en
það skiptir ekki höfuðmáli
því gildi verksins helgast
ekki af aldri þess. Tvísöngur
hins Eina er í flokki þeirra
rita á sanskrít sem tengjast
hindúasið beint og óbeint og
taka eingöngu til þess sem
öllu skiptir en leiða hjá sér
það sem annars skipar mest
169