Bókatíðindi - 01.12.2005, Page 182
BÓKATÍÐINDI 20«
Saga, ættfræði og héraðslýsingar
Um verkmenntun við Kyjafjörð
°S
Verknicnntatkólann í Akurcyrí
1984-2004
UM VERKMENNTUN
VIÐ EYJAFJÖRÐ OC
VERKMENNTASKÓLANN
Á AKUREYRI 1984 2004
Bernharð Haraldsson
Hvalreki fyrir áhugamenn um
menntun og skóla. Hér er
sagan rakin allt frá Duggu-
Eyvindi. Cagnfræðaskólinn,
Húsmæðraskólinn, Sjávarút-
vegsdeildin á Dalvík og Iðn-
skólinn, eru undir smásjánni.
Og ekki sístVerkmenntaskól-
inn á Akureyri. Einkar vel
skrifuð og stórfróðleg bók.
232 bls.
Bókaútgáfan Hólar
ISBN 9979-776-62-5
Leiðb.verð: 7.900 kr.
VOR UNGA STÉTT
Saga Verzlunarskóla Islands
í 7 00 ár
Lýður Björnsson
Sigrún Sigurðardóttir
Glæsilegt og ríkulega mynd-
skreytt ritverk um sögu Verzl-
unarskóla íslands 1905-
2005.
Aðalhöfundar eru sagn-
fræðingarnir Lýður Björns-
son og Sigrún Sigurðardóttir
en í bókinni hljóma einnig
raddir fjölda einstaklinga
komið hafa við sögu á hverj-
um tíma.
Auk þess að rekja vöxt og
viðgang skólans og nem-
enda hans er verkið eins
konar aldarspegill; það varp-
ar skemmtilegu og forvitni-
legu Ijósi á líf ungs fólks á
íslandi á einhverju mesta
umbyltingarskeiði íslands-
sögunnar.
286 bls.
Verzlunarskóli íslands
ISBN 9979-70-072-6
Leiðb.verð: 9.900 kr.
Völundarhús
valdsins
Sljiimarm^nMnir, iljjinanlil
,y t/n.Ki feruta /rJanM iemhetlulil
Kntt/Un, (lijárnf, Htt Si>
Guöm Th Johanncsson
VÖLUNDARHÚS
VALDSINS
Stjórnarmyndanir,
stjórnarslit og staba forseta
íslands í valdatíö Kristjáns
Eldjárn, 1968-1980
Guðni Th. Jóhannesson
Kristján Eldjárn hélt dagbók
á forsetaárum sínum og las
inn á segulband frásagnir af
fundum með flokksforingj-
um og fleiri áhrifamönnum.
Þetta eru einstæðar heimild-
ir um umrótstíma í stjórn-
málasögu landsins - um
klókindi og klúður á vett-
vangi stjórnmálanna. Guðni
T. Jóhannesson sagnfræðing-
ur fékk aðgang að þessum
heimildum og hefur skrifað
stórmerkilega bók sem
markar á vissan hátt þáttaskil
í ritun íslenskrar stjórnmála-
sögu. Völundarhús valdsins
er ómissandi og spennandi
lesning fyrir alla áhugamenn
um stjórnmál og sögu.
360 bls.
EDDA útgáfa
Mál og menning
ISBN 9979-2-1908-4
Leiðb.verð: 4.990 kr.
ÞYKKSKINNA
HIN SÍÐARI
Helgi Hannesson
Þykkskinna hin síðari er safn
sagnaþátta úr Rangárþingi.
Bókin er sjálfstætt framhald
Þykkskinnu eftir sama höf-
und sem kom haustið 2003
og var vel tekið. í skrifum
Helga fara saman sagnagleði
höfundar, frábær tök á
íslenskri tungu og hispurs-
leysi í frásögnum sem á fáa
sína líka. í bók þessari er að
finna ættarsögur úr Holtum,
sagnir af misgóðum sveita-
skáldum, lýsingar á lífskjör-
um hreppsómaga 19. aldar,
frásagnir af auðsöfnun góð-
bænda, harmrænar ástarsög-
ur og ótrúlegar ævisögur.
Bókina prýða einstakar Ijós-
myndir úr safni Helga en
hann var á kaupfélagsstjóra-
árum sínum á Rauðalæk
iðinn við myndatökur og tók
Ijósmyndir af alþýðufólki í
hvunndagsfötum á fjórða og
fimmta áratug 20. aldar,
löngu áður en slíkt þótti
hæfa.
320 bls.
Sunnlenska bókaútgáfan
ISBN 9979-9603-1-0
Leiðb.verð: 4.500 kr.
ÆTTIR ÞINGEYINGA XIII
Indriði Indriðason
Brynjar Halldórsson
I þessu þrettánda bindi af
Ættum Þingeyinga eru eftir-
taldar ættir: Ætt Árna Péturs-
sonar á Vöglum, ætt Jón Ein- j
arssonar í Reykjahlíð, ætt j
Jóns Sigurðssonar á Breiðu-
mýri og ætt Magnúsar Hall-
dórssonar. Myndir af nær
1000 einstaklingum eru í
bókinni.
336 bls.
Brynjar Halldórsson
ISBN 9979-9670-1-3
Leiðb.verð: 8.500 kr.
Bókhlaðan,
fCsmzÞ-
I ísafirði síini 456-3123
180